Kirkjuritið - 01.05.1957, Qupperneq 7
SJÁ, ÞAR ER MAÐURINN
197
En hvar ertu þá? Tekurðu kannski alls ekki þátt í göngunni
fram til krossins? Víst svo. í þeirri för erum vér öll þátttak-
endur með einhverjum hætti.
En þarna er líka fólk, sem harmar og grætur yfir honum.
Fólk, sem liefir veitt honum fulltingi í lífi og starfi, fólk, sem
hér sér á bak sínum vildasta vini. Kannski ert þú þar! Og
hér mætum vér manni, Símoni frá Kýrene. Hann kemur utan
af akri og veit ekki einu sinni, hvað er á seyði. Og þeir taka
hann og neyða hann til að bera krossinn eftir Jesú. Kannski
neyða aðstæður oss til að fylgja honum á göngu hans, kannski
óskum vér að víkjast undan skyldunni við hann um sinn. En
Símon á sér væna syni, og seinna meir verða þeir Rúfus og
Alexander dyggir þjónar Jesú, sem telja ekki eftir sér að taka
á sig byrði hans vegna. — Kannski kemur þú aðvífandi og veizt
ekki einu sinni til, að neitt hafi gerzt!
Og enn taka miklu fleiri, sem hér verða ekki taldir, þátt í
göngunni að krossinum. Einn þeirra er lærisveinninn, sem Jesús
elskaði. Vissulega elskar hann allt þetta fólk og þá lærisvein-
ana líka. En þessi, þessi er honum alveg sérstaklega hjartfólg-
lnn, eins og vér getum liaft einstakar mætur á yngsta bróður
vorum eða systur, eða eitthvert barna vorra snertir strengi í
brjóstum vorum, sem enginn annar fær komið til að titra, hvort
sem það er vegna bemsku þess eða af því að það brosir eða
grætur öðru vísi en hún. Lærisveinninn elskaði, Jóhannes: Sjá,
þar er móðir þín. Og upp frá þeirri stundu tekur lærisveinn-
mn hana að sér. Kannski kæmi honum líka vel, að vér tækj-
nm einhvern að oss, vér bærum einhvern ofurlítið meira fvrir
brjósti. Hver veit nema vér getum komizt í námunda við læri-
sveininn elskaða og numið þar orð, sem segja oss, til hvers
er ætlazt af oss, ef vér þá vissum það ekki áður.
Hér erum vér eitt kvöld á langaföstu, eina stutta stund. Og
þessari stund fylgir mikil ábyrgð svo sem öllum öðrurn andar-
tökum lífs vort. Líf vort er ganga pílagrímsins frá vöggu til
grafar. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng —
'Sjá, þar er maðurinn. Og stendur þá ekki næst oss að líta í
eigin barm. Hver er ég þessa kvöldstund? Hver var ég í gær?