Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 13

Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 13
PISTLAR 203 gáfaður og lærður vel, byrjar B. B. mikinn reiðilestur þannig: „Póstafgreiðslumaðurinn á Þingvöllum.“ (Leturbr. mín.) Hér er augljóslega gerð tilraun til að lítillækka séra Jóhann með því að kalla hann póstafgreiðslumann, eins og það sé einhver smánarstaða. Þetta er svo sem ekkert nýtt eða ein- stakt fyrirbæri í íslenzkum blaðaskrifum, en aldrei til prýðis eða sóma. En sérstaklega kemur manni það spanskt fvrir sjón- ir, þegar þeir, sem ástæða er til að ætla að sjálfir mundu vilja láta kalla sig „vini alþýðunnar", telja það hlægilegt, að séra Jóhann Hannesson skuli, þrátt fyrir hámenntun sína, vera að tala um siðgæði, úr því að liægt er að klína því á hann, að hann sé bara póstafgreiðslumaður eins og gefið er þarna í skyn. Þannig er ekki laust við, að hinn mikilsvirti höf. berji sjálfan sig af blindum ákafa á að leitast við að klekkja á klerkinum. Einstakui gestur. Helen Keller gisti land vort fyrir skömmu. Þessi kona, sem missti sjón og heyrn svo að segja í vöggu, en lærði síðan að tala, varð hámenntuð og hefir skrifað margar ágætar bækur, hefir að vissu leyti ekki átt sinn líka í veröldinni. Mun þó göfgi hennar mest. Engum, sem heyrðu hana og sáu, mun hún auð- gleymd, en blinda fólkinu mun hún samt hafa verið mestur aufúsugestur og þörfust. Svo fallega og innilega talaði hún wáli þess. Færri en vildu fengu hlustað á erindið, sem hún flutti í há- skólanum. Vel mæltist henni, fróðlegt að sjá hvernig hún nam orðin af vörum og höndum hjálparkonu sinnar, undravert hve hún sýndist njóta hljómanna með því aðeins að halda annarri hendinni á flyglinum. Eitt varð mér samt minnisstæðast. Aðspurð um bækur og höfunda, sem hún hefði lesið og fyndist mikið til um, nefndi hún Plato, Descartes, Kant. En bókin, sem hún taldi bezta og hafa orðið sér til mestrar blessunar var Biblían. Helen Keller

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.