Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 15
PISTLAR 205 Sumaióskii. Enn er „sól og sunnanvindur og Sörli ríður í garð.“ Vorið ber hvarvetna ljós í bæinn og græðir bezt hugartúnin. Það er garnall landssiður að berja sér, og ekki sparað nú frekar en áður. Staðreyndin hins vegar sú, að fáar eða engar þjóðir í veröldinni búa við betri né jafnari lífskjör. Og með þeim tækjum, sem vér eigum nú, mun sumarið flytja oss mikla björg í bú. Hins vegar er ljóst, að ekki höfum vér efni á að varpa fornum dyggðum fyrir borð, svo sem vinnusemi og trúmennsku í starfi, nýtni og sparsemi. íslenzk tunga, þjóðleg verðmæti °g hugsjónir kristindómsins verða einnig sem fyrr að skipa öndvegið í hug og hjarta. Ég óska öllum gleðilegs sumars með því að biðja þeim bless- unar. Gunnar Árnason. Sonarrækt. Kæru foreldrar. Kæru látnu foreldrar, sem lifðuð eitt sinn ykkar kröfu- lausa lífi í þessu húsi, ykkur á ég allt að þakka. Hugrakka mamma mín, eldmóð þinn léztu mér í arf. Og liefi ég nokkru sinni tengt mikilleik vísindanna mikilleik ættlands vors, þá er það vegna þess, hve ég er háður þeim skoðunum, sem þú innrættir mér. Og þú, kæri faðir, sem áttir alltaf jafn stranga ævi og þitt daglega erfiði bar vott um, þú sýndir mér, hvað þolgæðið getur áunnið í daglegu starfi. Þér á ég að þakka óbugandi ' ilja í daglegu starfi. En þú áttir ekki aðeins þrautseigju við hagnýt verk- efni. Þú dáðir líka mikilmenni og stór hlutverk. Þú hefir kennt mér að Wfa hátt, læra af því háa og stefna jafnan hátt. Blessuð séuð þið bæði fyrir allt, sem þið voruð, og mætti mér auðnazt að færa yfir á vkkar hend- Ur allan þann heiður, sem í dag hefir veizt húsi þessu. Louis Pasteur (Við vígslu minningartöflu í húsinu, sem hann fæddist í.)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.