Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1957, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.05.1957, Qupperneq 17
NESKIRKJA 207 Biskup flytur vígsluorðin. birtu í dauft sólskin í kórnum, þótt ekki falli sól á gluggann. Einangrun er korkur á veggjum að neðan, en ofan trétex og tvöfalt loftrúm. Klæðning að innan er að nokkru hljóðeinangrunarplötur en aðallega harðviðarplötur 10 mm. þykkar, sem eru vandaðar og h'mdar með vatnsþéttu lími. Linoleum dúkur er á gólfi en park- ett gólfflögur í forsal. Teppi er á kór og göngum. Raflýsing er þannig, að mjög sterk lýsing er yfir kórnum og cr ljósaútbúnaður sá ósýnilegur úr kirkjusal. Kórinn er því mjög bjartur og mun meira upplýstur en kirkjusalurinn, en innibyggðar fljóðljósapípur lýsa kirkjusal. Eru þær tvöfaldar, svo nota má hálft Ijósmagnið, ef slíkt þykir henta betur. Lagnir fyrir heyrnartæki eru að sumum sætum. Kirkjan er öll hituð upp með hitaveitu, afrennslisvatni frá Melaskólanum, og er þegar fengin reynsla fyrir því, að sá hiti er nægur. í aðal kirkjusal eru föst sæti fyrir 345 manns og laus ^æti fyrir 100 menn í hliðarsal. Auða plássið milli kórs og föstu sætanna og að nokkru hinn breiði gangur er einnig ætlað fyrir

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.