Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 40
230 KIRKJU'RITIÐ Hennar guðsdýrkun var að gefa og veita og greiða úr stundarþörf. En erfitt varð henni einni að sinna öllu, sem þurfti að vinna, Hugsar þú ekki, herra, um það, hnuggin og armædd hún kvað, að systir mín lætur mig eina ganga um beina. Þau bergmála enn um ótal lönd orðin af Jesú vörum. Frá efstu tindum að yztu strönd alls staðar skráir þau Drottins hönd. Þau líða með blænum um lönd og höf, og lífið þau mælir við hverja gröf. Og talar í tímanna táli og nekt, tárum og þrautum og sekt: Eitt er nauðsynlegt. Þeir búa með oss um ár og aldir andar systranna beggja. Þeir kveikja vonir og vekja þrótt og viljann til framkvæmda eggja. Mörtueðlið til ytri dáða eflt hefir dug og þor. En á vegum þeim eru villigötur, þar verða oft blóðug spor, En María kallar: Komið bræður og krjúpið með mér. Hér fáið þér traust og trúarþrótt, sem tárin þerrar og breytir nótt í sólríkan sumardag. Hann stillt getur æðandi storma og él, og straumana bundið og fjötrað Hel. Hann flutt getur fjöll úr stað. Vitið, hvernig frá hverri gröf er hvíslað út yfir láð og höf, og lífið talar í táli og nekt, tárum og þrautum og sekt: Eitt er nauðsynlegt. Krístján Sig. Kristjánsson

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.