Kirkjuritið - 01.05.1957, Qupperneq 41
Fjög'urra niánaða liarmlcikur kirkju
vorrar í IJngvcrjalandi
- 4. ÁGÚST -
Eftir langar sanmingsumræður inilli forystunianna Lúterska heinis-
sambandsins, ungversku stjórnarinnar og Lútersku kirkjunnar á Ungverja-
landi var því lýst yfir, að Lajos Ordass biskup hefði verið dænidur sak-
laus frá embætti 1948 og skyldi nú hljóta fulla réttingu mála sinna.
Yfirvöld ríkisins hétu því að athuga það, hvort ekki yrði unnt að setja
hann inn í biskupsembætti á ný. En þangað til skyldi hann afsala sér
embættinu og gegna ef til vildi í þess stað háskólakennaraembætti í
guðfræði.
Laslo Dezsery biskup og stallbróðir hans andmæltu því, að Ordass
yrði aftur biskup, og reyndu með öllu móti að koma í veg fyrir það.
- 1. SEPTEMBER -
Prestar hófu á árlegri prestastefnu sinni mjög að gagnrýna kirkju-
stjómina, kröfðust skýrslu um gang Ordassmálsins og bám fram til-
lögur til úrbóta. Kirkjan yrði að halda reikning við sjálfa sig, iðrast og
láta hreinsast af syndum síðustu ára.
- 28. SEPTEMBER -
Blað Lúterstrúarmanna á Ungverjalandi skýrði frá því, að tvair lút-
erskir prestar, sem nýlega liöfðu verið settir af vegna ósamkomulags við
stjómendur kirkjunnar, hefðu aftur verið settir inn í embætti sín.
- 6. OKTÓBER -
Umsjónarmanni Lútersku kirkjunnar á Ungverjalandi var tilkynnt, að
æðsti dómstóll ungverska lýðveldisins hefði lýst sakleysi Lajos Ordass
°g þannig ónýtt dómsúrskurð réttarins 1948.
- 18. OKTÓBER -
Ordass biskup afsalaði sér embættinu um stundar sakir, unz hann gæti
aftur tekið til starfa sem biskup.