Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1957, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.05.1957, Qupperneq 43
HARMLEIKUR KIRKJUNNAR í UNGVERJALANDI 233 - 1. NÓVEMBER - Vetoe biskup segir af sér. Ordass biskup verður yfirmaður allrar kirkjunnar. Hann skýrir frá því í Genf, að enn séu engin ráð fundin til þess að bæta úr skorti Ungverja. Kirkjan á mörg persónuleg vanda- mál óleyst. Fé skortir til þess að hefja starf fyrir konur og unglinga og launa prestana. - 2. NÓVEMBER - Ordass biskup flytur ávarp i útvarp frá Búdapest, á ensku, þýzku, sænsku og ungversku: „Við oss blasir mikill missir í söfnuðum vorum, og margar fjölskyldur hafa misst fyrirvinnu sína. Marga særða skortir meðul, og mikið tjón er orðið á húsum vorum og öðrum jarðneskum eignum. Vér biðjum yður í nafni Krists: Hjálpið oss. Vér viljum gjöra alit, sem í voru valdi stendur, til þess að kirkja vor geti orðið til hjálpar þeim, sem þjást allt umhverfis oss. Guð blessi yður öll“. Miklar birgðir berast Búdapest fyrir atbeina Lúterska heimssambands- ins. Hjálparstöð er komið upp. Fulltrúi sambandsins hittir Ordass biskup, og biskup segir: „Oss langar ekki til að taka þátt í stjómmálunum. Vér þráum einungis frelsi vort. Eftir því sækjumst vér, enda þótt vér verð- um skotnir fyrir það á morgun.“ Ymsir forystumenn, m. a. Karoly Gmnvalsky, aðalritari kirkjunnar, fara að dæmi Dezsery og Vetoe og segja af sér. - 3. NÓVEMBER - Ordass biskup boðar til kirkjufundar í Búdapest, og kýs fundurinn Zoltan biskup Turoszy að yfirmanni biskupsdæmis nyrðra. Hann hafði verið neyddur til að segja af sér árið 1952. - 4. NÓVEMBER - Hússar hófu árás. Sambandið var rofið milli Genf og Búdapest. - 9. NÓVEMBER - Hanns Lilje biskup, forseti Lúterska heimssambandsins, símar til Eisen- howers Bandarikjaforseta og biður hann um hjálp til að koma aftur á friði í heiminum. Herra Grunvalsky freisar þess að ná aftur embætti sínu, en mistekst. Ordass biskup svarar: „Vér munurn ekki sleppa stöðum, sem vér eigum fullan rétt á, nema þeir felli oss í fjötra."

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.