Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 4
-}< -K -K -K -K -K —K * -X * -K -K -H
Ljós af ljósi.
(.1 ólahugleiðing).
Hægt en markvíst stígur aðventan hljóSlátum skrefum í
átt til jóla. Mannshjartað finnur, að eitthvað mikið er í
vændum. Töfrar jólanna eru ekki sízt bundnir þeirri til-
hlökkun, sem einkennir aðventutímabilið. Vonirnar um jól-
in verða sér heldur aldrei til minnkunar. Þótt allt annað í
heiminum kunni að bregðast, eru jólin alltaf jól, fagnaðar-
hátíð, sem á engan sinn líka.
Þó eru jólin ekki upprunalegust hinna kirkjulegu hátiða.
Og út frá kirkjulegu sjónarmiði eru páskarnir ef til vill stærri
hátíð. En hin sérstæða helgi jólanna hefir þó smátt og smátt
unnið á. Jólin hafa sigrað mannshjörtun, svo að menn, sem
afneita Kristi, geta varla hugsað sér jóllausa tilveru. Jólin
eru ekki frumkristileg hátíð. Þau eiga sér heldur ekki gyð-
inglega fortilveru eins og páskar og hvitasunna. Hið almenna
helgihald jólanna, eins og það er í dag, er sprottið upp á
Vesturlöndum, sprottið af djúpri þörf hinnar vestrænu menn-
ingar til að lúta því undri, sem er kjarni kristins dóms, að
Guð gerðist maður.
Þó er það ekki þráin ein, sem skapað hefir jólunum þenn-
an tilverurétt. Jólin eru ómissandi fyrir hið rökræna sam-
hengi kirkjuársins. Þeim ber heiðurssess ásamt hinum hátíð-
unum, af því að þau túlka höfuðfagnaðarefni trúar vorrar,
holdtekju Guðs sonar. Ef Guð hefir ekki gjörzt maður, eins
og guðspjöllin kenna oss, ef Jesús er ekki Guðs sonur, eins
og jólin vilja minna oss á, þá mun einnig fölna dýrð hinna
annarra hátíða, „þá er ónýt prédikun vor ónýt líka trú yðar“.
Jólin eru ekki til orðin til að fagna fæðingu góðs manns og
mikils spekings. Með helgihaldi jólanna vilja kristnar kyn-