Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 5

Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 5
KIRKJURITIÐ 435 slóðir staðfesta þá trú sína, að orðið var Guð, og orðið varð hold og bjó með oss. Þegar klukkur kristinna landa hringja inn heilög jól, krjúpa milljónimar fyrir þessu mikla undri, krjúpa við jöt- una í Betlehem, sem orðið hefir að hinu skæra ljósi í skamm- degismyrkrunum, ljós í myrkri veröld fallins mannkyns. Fagnaðarefni jólanna er stórfenglegt. Engin jarðnesk dýrð hefði getað hæft þeim mikilleika. Jatan í fjárhúsinu var þar eins vegleg og nokkuð jarðneskt getur verið, ef til vill veg- legri en allt annað, af því að hún er svo óskyld öllu jarðnesku tildri. 1 auðmýkt hjartans beinum vér þvi sjónum vorum að jötunni, og rifjum upp fyrir oss hina helgustu sögu allra sagna. I jötunni liggur Messías, hinn langþráði lávarður, sá sem Guð gaf fyrirheitið um í árdögum mannkyns. Hann er fædd- ur af föðurnum frá eilifð, „Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af sönnum Guði“. eins og segir í Niceujátningunni, hinu mikla einingartákni allra kirkjudeilda. Hina raunverulegu merkingu þessara orða eigum vér að vísu erfitt með að skilja, en þau fela í sér, ekki síður en upphaf Jóhannesarguðspjalls, heim fullan af ljósi og lífi, sem á jólunum verður vor eign og vor hamingja, hvað sem öllum útskýringum liður. Ofar öllu er sú staðreynd, að sá, sem á jólunum fæddist, hefir ver_ ið til frá öndverðu, frá eilífð, en varð raunveruleiki í lífi mannlegra kynslóða með því að gerast sjálfur maður. Frá himni sínum og dýrð sinni gekk Guðs sonur inn í heim hins mannlega, inn í tíma og rúm hinnar jarðnesku tilveru, inn á spjöld sögunnar, svo að saga hans samtvinnast vorri eigin sögu. Konungur eilífðarinnar varð bam hins jarðneska tíma eins og vér. Hann fæddist inn í mannlega fjölskyldu, til þess að kjör hans yrðu sem annarra jarðarbarna. Guð valdi fjöl- skyldu sem farveg frelsisins og hjálpræðisins. Af þeirri guð- legu ráðstöfun á allt fjölskyldulíf að helgast. Það er því ekki út í bláinn, að jólin em á sérstakan hátt hátíð fjölskyldna og heimila. Fyrsta fæðing Guðs sonar var fæðing hans af föðurnum

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.