Kirkjuritið - 01.12.1958, Page 6
436
KIRK.J U RITIÐ
frá eilifð. Önnur fæðing hans er fæðingin í jarðneska fjöl-
skyldu. Með því gerðist Kristur bróðir vor allra, og vér gerð-
umst Guðs börn með honum. 1 nafni Krists eiga mennirnir
að ver.a ein stór fjölskylda frammi fyrir Guði. Þannig var
hin fyrsta fæðing helguð allri tilverunni, hin önnur fæðing
helguð öllu mannkyni.
En hin þriðja fæðing er einnig til, ekki síður raunveru-
leiki en hinar fyrri. Það er fæðing Guðs sonar inn í líf ein-
staklingsins. 1 skírninni fæðist Kristur inn í líf vort. Hann
býr í oss, meðan vér eigum rúm fyrir hann í hjarta voru.
Vér erum hans, og hann er vor. Hjálpræðið tilheyrir lionum
einum, og það hjálpræði gefur hann, þegar hann fæðist oss.
Þetta er hið óþrotlega fagnaðarefni jólanna. Með þeim fagn-
aði skín þeim mikið ljós, sem búa í landi náttmyrkranna.
Að síðustu eru jólin spuming til mín og þín. Þessi Kristur,
sem fæðzt hefir inn í líf vort, fær hann að búa þar enn?
Átt þú enn rúm fyrir konung jólanna í hjarta þínu? Átt þú
raunverulega það líf, sem hann kom til að gefa þér? Er hann,
Ijósið af ljósi föðurins, ljósið í þínu lífi og á þínum vegum?
Guð gefi, að svo sé.
Kristján Róbertsson.
Jólakveðja.
Hann, sem tengir okkur alla
eitt í sér,
Hann, sem skapar framtíð nýja,
fæddur er.
Hann vill búa í húsi mínu —
í lijarta mér.
Hann er Drottinn minn
og bróðir minn í þér.
Helgi KonráíÍsson.