Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 10
440 KIRKJURITIÐ anna við austanvert Miðjarðarhaf. Brandur reyndist þá, eins og oftar, ör- uggur farkostur. Þess skal getið, að um borð voru flutt mörg erindi, mjög fræðandi og góð, af sérfræðingi i málefnum Miðausturlanda. Líbanon með sínum tignarlegu og fögru fjöllum og höfuðborg þess, Beirut, birtist okkur árla morguns. Veðrið var dásamlegt og yfir öllu hvildi friður og ró. Mér verður oft hugsað til þessarar kyrrlátu morgunstundar —• oft hugsað til þessa yndisfagra lands, þegar fréttirnar hafa verið að berast þaðan að undanförnu — um stjórnmálaerjur, látlausar óeirðir og heiftarlega bardaga í Beirut og víðar. Ég sé i anda hásléttuna milli Lí- banon og Antilíbanon, sem er dýrleg og frjósöm eins og aldingarðurinn Eden, en i fjarska snævi krýndan tind hins fornfræga Hermons. En ég minnist líka strangrar landamæravörzlu og hermanna með fram vegum. Allt benti til, að litið mætti út af bera, til þess að upp úr syði. Idinar fornfrægu rústir í Baalbek áttum við að fá að lita, en af hemaðarástæð- um var slíkt ekki leyft. Sýrland — Damaskus —- var næsti áfanginn. Borgin ævaforna — Damaskus — tók á móti okkur, fögur og þekkileg. Glampandi sólskin og stillilogn eins og annars staðar — en hæfilega heitt. Við reikuðum þar um hina stórfenglegu Omayad-mosku, sem lika ber nafnið Jóhannesar- moskan, því að höfuð Jóhannesar skirara á að vera þar grafið. Hér í þess- ari mosku -— við gröf Saladins— vann Nasser embættiseið sinn i s. 1. febrúarmánuði, er hann gerðist forseti Arabiska sambandslýðveldisins. — Frá moskunni liverfum við til strœtisins, sem kallað hefir verið hiS beina, en það kemur við sögu í sambandi við afturhvarf Páls postula. Stræti þetta er nú yfirbyggð bazargata. Minnisstæð verður og kapella Ananíasar, með frumstæðum og traustum múrum og altari, sem Páli er vigt. — Og útsýnin yfir þessa merkilegu, fögru og stilhreinu borg, tók hug vom fang- inn. — Frá Damaskus liggur leiðin suður til Amman. höfuðborgarinnar i konungsrikinu Jórdaníu — um sýrlenzku eyðimörkina. Olfaldalestir, geit- fénað og sauðahjarðir bar fyrir augu, tréplóga og traktora, sviðna eyði- mörk, frjósama akra og víðáttumikið flatlendi, sem eitt sinn var kornforða- búr Salómons konungs, og í fjarska — inn i Asíu — hrikaleg fjöll. En al- staðar verður hér hið sama uppi á teningnum: Þar sem vatnið slær sinum töfrasprota, verður úr Edens aldinlundur. Við komum til Amman siðla dags, 13. okt. s. 1., og hafði ferðin frá Damaskus gengið seint, lestin hægfara og víða stanzað vegna vegabréfa- skoðunar og annars eftirlits, svo sem vænta má í löndum, þar sem tor- tryggni og hernaðarandi eru mikils ráðandi. — Amman, sem eins og fyrr getur er höfuðborg Jórdana, er að verða stór borg. Á dögum Jesú var

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.