Kirkjuritið - 01.12.1958, Page 24

Kirkjuritið - 01.12.1958, Page 24
454 KIRKJURITIÐ Kirkjan notar sér tækni nútímans og sumar starfsaðferðir alltof lítið, en ekki um of. Það er að mínum dómi jafn frá- leitt að amast við, að börnum séu sýndar myndir á kristi- legum og kirkjulegum samkomum, og ef illt væri talið, að þau gætu lesið og lært söngvana. Myndimar eru ekki að litlu leyti þegar komnar í stað lestrar nú á tímum, og því verður ekki haggað, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það sannast enn betur, þegar sjónvarpið kemur. Þá gleyma margir að lesa nokkuð. Og hvers vegna ætti það að vera eitthvað ókristilegt að vekja hjá börnum ást á landi sínu og þjóð, tungu hennar og sögu? Talaði ekki Kristur í Fjallræðunni um fegurð liljanna til dæmis? Unni hann ekki þjóð sinni? Ég læt enga reka það ofan í mig, að hann hefði gjarnan sýnt börnum myndir úr sögu fsraels eða fagrar myndir af ættlandi sínu. Og heldur kannske einhver, að Kristur hafi aldrei hlegið? Ég er ekki á því máli. Ég tel, að sanna megi af guðspöllunum, að annað væri herfilegur misskilningur. Þar er oft talað um gleði og fögnuð bæði Krists og lærisveina hans. Hins vegar minnist ég ekki, að Kristur sé sagður hafa grátið nema tvisvar — við gröf vinar síns og yfir Jenisalem -— og voru ærnar ástæður til þess. Ég tel, að þeim mun meiri gleði og gæzku, sem unnt er að vekja í barnssálunum innan kirkjunnar, þeim mun meir vinni hún í anda Drottins. Ég vil, að börnin mín og annarra elski land sitt og vinni þjóð sinni. Það er hluti kristins dóms. Til athugunar. Ekki alls fyrir löngu var minnzt á það í blaði, að nær væri að reisa tugthús, ýmiss konar hæli og þess háttar, heldur en allar þessar kirkjur í Reykjavík og nágrenni, sem stæðu svo tómar. Þessi slagorð eru gamlar lummur. Auðvitað dettur engum í hug í alvöru, að við, sem teljum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.