Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 26
-K -K -K -K -K -K —K * -K -K -K -K -K Kristið umboð. Ég ætla mér ekki hér að lýsa skoðun minni á þvi, hvort ég tel heppilegra fríkirkju- eða þjóðkirkjuskipulagið. Fjöldi trú- flokkanna og margbreytni menningarinnar í Bandaríkjunum útiloka, að þar geti verið um þjóðkirkju að ræða. Hér á Islandi er aftur allt svo samtengt og í svipuðu móti, að samanburður á milli nefndra rikja yrði yfirborðskenndur og lítils nýtur. Þjóðkirkjan hefir vafalaust verið Islendingum einkar þörf, og vel má vera, að sumar strjálbýlar sóknir hefðu ekki hlotið fasta prestsþjónustu, ef hennar hefði ekki notið við. Enn í dag nýtur þjóðin merkrar þjónustu hennar, sem ég fyrst af öllu vil viðurkenna. Nú langar mig til að undirstrika einn erfiðleika allra frí- kirkna og benda á þá blessun, sem hann hefir í för með sér fyrir all.a heilhuga kristna menn. Ég á við fjármálin. Sakir þess, að vér njótum einskis ríkisstyrks, verða kirkjurnar í Ameríku að afla sjálfar fjár til allrar starfsemi sinnar: hygg- inga og viðhalds þeirra, launa prestanna og annarra kirkju- starfsmanna o. s. frv. Þessar kröfur eru svo margar og knýjandi, að oss finnst oft í Ameríku, að fjáröflunin sé höfuðviðfangsefni kirkjunnar. Slíkt er náttúrlega mjög óheppilegt. Að sjálfsögðu er allt óæskilegt, sem varpar skugga á meginhlutverk kirkjunnar. Hins vegar höfum vér uppgötvað, að þessi þörf og vandi get- ur leitt til betri skilnings á kristindóminum og orðið til að auka hollustuna og trúmennskuna við Drottin. Þetta hefir einkum orðið fyrir áhrif þeirrar krístilegu menningarstefnu, sem nefnist Kristið umboð ('Christian Stewardship). Höfuð- inntak hennar má orða svo í stuttu máli: Drottni heyrir jörðin

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.