Kirkjuritið - 01.12.1958, Page 28
458
KIRKJURITIÐ
byggingunni. Hann lagði ekki aðeins peninga, heldur svita,
blóð og tár, í hana. Og nú er hann sjálfur líka orðinn eins
og lifandi steinn kirkjunnar. Kristur vissi til fulls, hvað hann
sagði: Þar, sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar
vera.
Sakir þessara eilífu sanninda er mikilsvert, að vér leggjum
f jársjóði vora í þá hluti, er hafa varanlegt gildi.
Margir söfnuðir eru fjölmennir en áhrifalitlir, sakir þess
að hjörtu manna eni fjarlæg kirkjunni. Þótt meðlimatalan
fari síhækkandi, eru allir sofandi. Þeir láta sig málefnið engu
skipta vegna þess, að þeir hafa aldrei fórnað neinu í þágu
þess.
Þetta skýrir kirkjulega ástandið víða nú á dögum. Postula-
kirkjan var í miklum minnihluta, en hjörtu meðlimanna
brunnu. Þess vegna gátu þeir valdið heimsbyltingu. Og þessi
er líka skýring þess, hve mörgum finnst þeir sækja svo lítið
til kirkjunnar. Þeir eru þar með minna en hálfum huga.
Sannleikurinn er sá, að vér uppskerum oftast líkt og vér sá-
um. Lítill drengur fór til kirkju með föður sínum í fátækra-
hverfi. Þeir voru snemma á ferðinni, og þegar presturinn
gekk hjá samskotabauknum, greip drengurinn í handlegg
hans og vakti athygli hans á því, að þeim væri skylt að rétta
fátæklingunum hjálparhönd. Presturinn lagði þá smáseðil í
baukinn. Að lokinni guðsþjónustunni kom djákninn til prests-
ins og bað hann afsökunar á því, að söfnuðurinn gæti ekki
goldið honum út í hönd. En hann fékk honum samskotabauk-
inn og kvað, að hann gæti fengið innihald hans til bráðabirgða.
I bauknum fann prestur aðeins smáseðilinn, sem hann hafði
í hann lagt. Þá sagði drengurinn: „Pabbi, þú hefðir fengið
meira, ef þú hefðir gefið meira!“
Vera má, að þessi saga sýni oss nokkur sannindi. Ef til vill
greiðir kirkjan ekki svo sem skyldi úr þörf heimsins, sakir
þess, að vér leggjum henni ekki það til, sem oss bæri. Sjálf-
ir höfum vér ekki heldur þau not kirkjunnar, sem skyldi, eins
og vér vitum. Ýmsir hafa rætt það mál við mig af mikilli
alvöru. „Ég veit það, prestur, að Kristur er eina fullnægjandi