Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 29

Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 29
KIRKJURITIÐ 459 svarið við neyð aldarinnar og vorum eigin áhyggjum. Og ég veit, að trúin flytur fjöll, ef vér værum nógu brennandi í henni, en hvemig eignast maður slika trú? Já, hvernig get- um vér lagt hjörtun í trúna? Kristur svaraði því með skýr- um orðum: „Þar sem hjarta þitt er, þar mun og fjársjóður þinn vera“. En kannske er þörf á því, að vér gerum oss Ijóst, hver fjársjóður vor er? Mér finnst sjálfum tíminn vera mesti fjársjóðurinn, hvað möguleikana snertir, sem Guð hefir gefið oss. Meðan vér erum ung, finnst oss tíminn skipta litlu máli. Og flestir sóa þessari dýrmætu gjöf á þann veg, að ætla mætti að almenn- ingur teldi ekki mikið undir því komið. En ef menn horfast í augu við þá staðreynd, að þeim gefist ekki lengi færi á t. d. samvistum við ástvini sína, horfir málið brátt öðru vísi við. Allir sk}msamir menn, sem hafa hlotið dauðadóm, vita, að tíminn er ómetanlegur. Og raunar vofir jafnan dauðadómur yfir öllum, því að laun syndarinnar er dauðinn og vagn tím- ans rennur óðfluga með alla í ákvörðunarstað. Samt þykjumst vér ekki hafa tíma aflögu Honum til handa, sem gefur oss hvert andartak. Hve höfum vér ekki mörg skorast undan því að vinna Kristi: í sunnudagaskólanum, við boðun fagnaðar- erindisins, í söngkór, eða nefndum, með þessum orðum: „Ég vildi gjarnan leggja þessu lið, en ég hefi bara ekki tíma til þess“. En staðreyndin er samt sú, að þótt kirkjunni takist að komast af, þrátt fyrir tímaleysi vort, náum vér ekki réttu marki, nema vér felum Guði umráð tímafjársjóðar vors, „því að þar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera“. Vér eigum öll vissar talentur, sem mikilsverðar eru. Eigum vér að draga þær undan í þjónustunni við Guð og mann- kynið? Þá breikkum vér bilið milli Guðs og vor. Vér höfn- um því tækifæri, sem vér höfum á því að helga honum til fullnustu allar gáfur vorar. Þessu veldur ósjaldan fölsk auð- mýkt. Hvað á ég, sem Guð getur notað? En það er synd að spyrja svo, því að Guð hefir hagað hlutunum á þann veg, að hann reiknar með talentum vorum. Hann hefði getað gert allt sjálfur, en veit að vér verðum að fórna sjálfum oss til

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.