Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 33

Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 33
Krossinn í hliSinni milli Bolungavíkur og IsajjarSarkaupstaSar. Jesús, barnið helga, sem fæddist hina blessuðu jólanótt! Vér krjúpum þér, eins og allir þeir, sem litu þig nýfæddan sveininn. Þú valdir þér fjár- hús til gistingar, forsmá þú ekki að gista hjörtu vor. Að vísu er þar hvorki hreint né rúmt. En hreinsa þú þann bústað af skrani og skarni veraldar. Himneska bam, beyg þig undir hinn lága dyrastaf hjartna vorra og setztu að i þeirri þröngu kytm. Sakleysi þitt sé oss þar ljúfur ilmur. Gef oss hinn fjálga barnshuga, svo að vér heyrum englana lofsyngja Guði og tökum fagnandi undir helgan söng þeirra. Gerhard Tersteegen. Trú, sem væri nægilega smávægileg fyrir skilning vorn, mundi ekki vera nægilega mikil til að fullnægja þörfum vorum. — Arthur Balfour. Það er ekki unnt að henda grónum venjum út um gluggann. Það verður heldur að lokka þær þrep fyrir þrep niður stigann. — Mark Twain. Þegar vandkvæðin steðja að, vaxa sumum vængir; aðrir kaupa sér hækjur. — Harold Ruopp. Hvers vegna geta ekki vandamál lifsins steðjað að oss, þegar vér emm 17 ára og vitum alla skapaða hluti. — A.C.Jolly.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.