Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 34

Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 34
Síra Björn Stefánsson fv. prófastur. F. 13. marz 1881, d. 10. nóv. 1958. Fyrir 62 árum settumst við á skólabekk í Latínuskólanum. Var ég bekkjarbróðir þeirra bræðr- anna, Björns og Eiriks frá Auð- kúlu. Tókst með okkur vinátta, sem aldrei hefir slitnað. Minnist ég margra samverustunda og vina- funda, svo að eðlilegt er, að í huga mínum búi þessi orð: „Sárt sakna ég þín; mjög varstu mér hugljúf- ur.“ Minningar frá æskuárunum geymi ég sem dýran fjársjóð i þakklátu hjarta. Hið hlýja hand- tak benti til þess, sem með góð- um vini bjó. 1 dagfari hans og starfi sást það greinilega, að í foreldra- heimkynnum hafði hann tekið á móti heillaríkum áhrifum. Það heyrðist oft, að þeir Björn og Eiríkur voru frá þjóð- kunnu prestsheimili. Foreldrar þeirra voru hin merku prests- hjón, séra Stefán M. Jónsson og Þorbjörg Halldórsdóttir. Minningarnar frá Auðkúlu sameinuðust ákvörðun æskumanns- ins. Man ég hinn bjarta júnídag 1902, er við urðum stúd- entar. Hugur okkar beindist í sömu átt. Af alhug stundaði hann nám sitt og bjó sig undir prestsstarfið. Að loknu emb- ættisprófi átti hann því láni að fagna að taka þátt í kristi- legu stúdentamóti í Finnlandi. Varð hann þar aðnjótandi vekj- andi áhrifa, og sá hina sönnu vegsemd, sem er í því fólgin, að vera í þjónustu Drottins, að eiga hina játandi trú og segja öðrum frá hinum sæla fögnuði. Með hjartanu er trúað, með munninum er játað. Þá fylgir blessun starfi prestsins. Séra Björn Stefánsson

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.