Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 37

Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 37
Vísitazía biskups sumarið 1958. I. Borgarfjar'ðarprófastsdœmi. Vísitazían hófst að morgni 10. júlí og Lauk að kveldi 3. ág. Fór biskup um Borgarfjarðarprófastsdæmi, Mýra- og Snæ- fellsnes, prédikaði og messaði á kirkjunum, en hlutaðeigandi sóknarprestur þjónaði fyrir altari á undan prédikun. 1 lok hverrar guðsþjónustu fluttu síðan báðir stutta ræðu eða ávarp. Kirkjukórar önnuðust sönginn, enda eru þeir við flest- ar kirkjur í þessum prófastsdæmum. Voru sumir mjög vel æfðir. Fyrsta kirkjan, sem biskup visiteraði, var Hallgrímskirkja í Saurbœ. Var það mjög ánægjulegt starf, því að kirkjan er fögur og hin vandaðasta, bæði að utan og innan, og ágætlega búin gripum. Hefluð mót voru höfð um steypuna, svo að ekki þurfti að múrhúða, og njóta veggir sin mjög vel. Þakið er lagt utan eiri, gjöf frá Hlutafélaginu Hval, en að innan súð úr völdmn harðviði og veggir hlaðnir tígulsteini. Ein höfuð- prýði kirkjunnar er myndagluggi mikill úr steindu gleri, for- kunnar fagur, gjörður af Gerði Helgadóttur. Elliheimilið í Bcykjavík gaf. Altari gáfu andlegrar stéttar menn, skírnarfont Ólafur B. Bjömsson ritstjóri og kona hans, prédikunarstól Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður og kona hans. Kirkjan á marga prýðilega gripi, þegna að gjöf, svo að hér er of langt upp að telja. Skal þó nefna nokkra: Föstuhökul úr íslenzku efni, gjörðan af frú Unni Ólafs- dóttur og gjöf frá henni. Kaleik og patínu úr silfri og grafn- ar á hendingar úr Passíusálmunum í líkingu við rithönd Hall-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.