Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 38

Kirkjuritið - 01.12.1958, Side 38
468 KIRKJUIUTIÐ gríms, gjöf frá dr. Arne Muller. Altariskönnu úr silfri frá nokkrum konum. Guðbrandsbiblíu ljósprentaða frá Litho- prent. Vandað harmóníum frá Lofti Bjarnasyni útgerðar- manni og konu hans. Passíusálmana í útskornu skríni frá Snæbirni Jónssyni bóksala og systkinum hans. Annað ein- tak ljósprentað í skrautbandi frá Gísla Magnússyni bónda á Brekku og konu hans. Af eldri munum má sérstaklega geta róðukross, er staðið hefir á altari kirkjunnar þegar löngu fyrir daga Hallgríms Péturssonar. Það er þrekvirki mikið að hafa reist þessa prýðisfögru kirkju, ekki sízt þegar þess er gætt, hve fámennur söfnuður hennar er. Og þrátt fyrir svo mikið átak er fjárhagur hennar góður. Hún á í sjóði rúmar 41000 kr., og aðra fjárhæð jafn- mikla, sem ætluð er á sínum tíma til kaups á pípuorgeli. Þennan sérstaka sjóð stofnuðu börn Bjarna Bjarnasonar bónda á Geitabergi og Sigríðar Einarsdóttur konu hans. Hefir sókn- arpresturinn, séra Sigurjón Guðjónsson prófastur, stjórnað málum kirkjunnar farsællega af mikilli þrautseigju og brenn- andi áhuga. Sama dag var vísiteruð Leirárkirkja, er fengið hefir á seinni árum gagngera endurbót. Hún á ýmsa góða gripi, m. a. stór- an kaleik og patínu úr silfri, og er hvort tveggja gjöf frá Magnúsi Stephensen. Um kvöldið kom biskup í Sumarbuðir K.F.U.M. í Vatna- skógi og átti bænastund með æskumönnunum í litlu og fal- legu kapellunni þeirra. Daginn eftir vísiteraði biskup kirkjurnar 1 Akranespresta- kalli. Hefir staðið kirkja að Innra-Hólmi allt frá landnáms- öld; er vonandi, að svo megi jafnan haldast. Er staðurinn einn hinn helgasti í kristnisögu vorri líkt og Kirkjubær á Síðu, þar sem jafnan bjuggu kristnir menn. Kirkjan var end- urbætt fyrir fáum árum. Af munum hennar má einkum nefna altaristöflu, málaða af Jóhannesi Kjarval. Kirkjan á Akranesi þótti fegurst kirkna í Borgarfjarðarprófastsdæmi, þegar hún var reist, 1896. Og enn sómir hún sér hið bezta.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.