Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 40
470 KIRKJURITIÐ 28 ár og notið mikilla og almennra vinsælda. Kirkjusöng í öllum kirkjum prestakallsins stjórnaði Bjami Bjarnason org- anleikari, fyrrum bóndi á Skáney. Hefir liann manna mest unnið að söngmenningu sóknar sinnar og héraðs síðustu 50 —-60 árin. Reykholískirkja er rúmlega 70 ára gömul, en gagn- ger endurbót fór fram á henni sumarið 1950, og er öll um- hirða hennar mjög góð. Mun hún þannig geta staðið lengi enn. Af mörgum ágætum munum kirkjunnar má einkum nefna: Skirnarfont, skorinn úr tré af Bjarna Kjartanssyni trésmiðameistara, ásamt skímarskál, gerðri af Guðmundi myndhöggvara Einarssyni frá Miðdal, gjöf frá Guðrúnu Ein- arsdóttur á Brennistöðum. Varði hún til þessarar gjafar elli- launum sínum. Stóra-Ásskirkja er áratug yngri en Reykholtskirkja. Hún stendur mjög hátt á fögrum stað, en helzt til langt frá íbúð- arhúsinu, sem nú er. Þess vegna er í ráði að flvtja kirkjuna þangað heim. Kirkjan hefir fengið ýmsar góðar gjafir frá vinum og velunnurum Stóra-Áss. Þannig fékk hún nýlega 10000 kr. dánargjöf af eftirlátnum eigum Þorbjarnar Svein- bjarnarsonar, fyrrum bónda á Sigmundarstöðum. Á Húsafelli hefir kapella verið i smíðum undanfarin ár, 9X7 metrar að stærð. Uppdrátt að henni gjörði Ásgrímur Jónsson málari. Hún er hlaðin úr holsteini, en að utan er ætlunin að leggja hana Húsafellssteininum rauðbrúna. Enn vantar nokkuð á, að hún sé fokheld. Fé til byggingarinnar hafa einkum lagt afkomendur séra Snorra á Húsafelli og aðrir vinir Húsafells, m. a. Jakob Guðmundsson í Húsafelli. Kirkjan á Gilsbakka fékk gagngera endurbót á árunum 1953—4, m. a. voru steyptir veggir um hana og turn settur á mæni, svo að hún er snoturt guðshús bæði að utan og innan. Hún var endurvigð 4. júlí 1954. Henni hafa siðan verið gefnar ýmsar gjafir, bæði fé og munir. Um allan kirkju- garðinn er vönduð steinsteypugirðing, og hafin í honum gróðursetning trjáplantna. Seinasta kirkjan, sem biskup vísiteraði í Borgarfjarðar- prófastsdæmi, var SíÓumúlakirkja. Hún varð safnaðarkirkja

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.