Kirkjuritið - 01.12.1958, Page 41

Kirkjuritið - 01.12.1958, Page 41
KIRKJURITIÐ 471 1926 og reist það ár úr steinsteypu. Hún er mjög snotur bæði utan og innan, lýst með rafmagni. Altaristafla hennar er máluð af Eyjólfi Eyfells listmálara, gjöf frá séra Einari Pálssyni í Reykholti og frú Jóhönnu Eggertsdóttur, konu hans. II. Mýraprófastsdœmi. Vísitazían í Mýraprófastsdæmi hófst 18. júlí í Stafholts- prestakalli, þar sem héraðsprófasturinn, séra Bergur Björns- son, er sóknarprestur. Biskup vísiteraði fyrsta daginn Norðtungu og Hjarðar- holtskirkju. NorStungukirkja er steinkirkja, reist á árunum 1952—3, snotur og stílhrein, og söfnuðinum til sóma. Sóknin er fá- menn, en lagði fram mikla vinnu að gjöf við kirkjubygging- una og myndarlegar peningagjafir, alls yfir 14000 kr. Baf- lagnir allar voru einnig gefnar. Meðal ýmsra góðra muna kirkjunnar eru nýgefin: hökull ágætur, altarisklæði og alt- arisdúkur. Hjaróar/ioltskirkja er timburkirkja, reist 1895. Hefir hún haldið sér mjög vel, enda umhirða verið ágæt. Messuskrúði og altarisbúnaður hvort tveggja nýtt, gjöf til kirkjunnar. Einnig á kirkjan mjög foma muni. Nýstofnaður er kirkjukór við Norðtungukirkju og Hjarðar- holts. Næsta dag vísiteraði biskup Stafholtskirkju og Hvamms í Norðurárdal. Stafholtskirkja stendur á háum og fögrum stað, svo að hún sést viða að úr héraðinu. Gagnger endurbót fór fram á henni fyrir tíu árum og kostaði mikið fé, um 70000 kr. Kirkjan er i'úmgóð og falleg innan, reitahvelfing með stjörnum yfir kór hennar. Hún er rafhituð og raflýst, og gáfu konur safnaðar- ms raflögn og ljósatæki. Er það svo um hverja kirkju, að meðal gripanna em gjafir frá konum safnaðarins eða kven- félagi. Altaristafla Stafholtskirkju er mynd af Kristi með út- breiddan faðminn yfir jarðarkringlunni, og letmð undir orð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.