Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.12.1958, Qupperneq 47
KIRKJUKITIÐ 477 Á Setbergi í Eyrarsveit vísiteraði biskup 28. júlí. Kirkjan þar nýtur ágætrar umhirðu og viðhalds. Hún er nýmáluð utan og fyrir 3 árum að innan og lítur prýðilega út. Hún fær rafmagn frá Fossárvirkjun. Altaristafla hennar er mál- uð af Anker Lund, eftirmynd. Kirkjan á mikið af góðum gripum, m. a. Guðbrandsbiblíu ljósprentaða og ágætt harmón- íum, gjöf frá kvenfélagi Eyrarsveitar. Organleikari og söng- stjóri er frú Áslaug Sigurbjömsdóttir á Setbergi. Sóknar- presturinn, séra Magnús Guðmundsson, hefir mikinn áhuga á því, að kirkja verði reist í Grafarnesi. Hafa þegar safnazt í því skyni 12000 krónur. Gjört er ráð fyrir kirkju, sem taki að minnsta kosti 150 manns í sæti. Kirkjan á StaSastaS er reist á árunum 1942—5. Hún er steinkirkja með forkirkju og turni og útbyggðum kór, í hrein- um, rómönskum stíl, tekur um 100 manns í sæti. Hún er nýlega máluð utan og innan. Raflýst. Altaristaflan er mynd af Kristi, er hann sendir postulana, máluð af Matthiasi Sig- fússyni. Kirkjan á marga góða muni, m. a. tvo forna kopar- stjaka þriarma. Vel æfður kirkjukór söng við guðsþjónustuna í kirkjunni, en söngstjóri hans er sóknarpresturinn séra Þor- grímur Sigurðsson, sem þjónar einnig að Hellnum og Búðum. Hellnakirkja er jafn gömul kirkjunni á Staðastað.. Hún er timburkirkja með forkirkju og turni, snoturt hús og vel hirt. Altaristafla er mynd af Kristi í Emmaus, gjöf frá Kristínu Asgrimsdóttur Hellnaprests. Af öðrum munum má t. d. nefna koparkrónu gamla, tólfarma, og skírnarfont úr vikri með ris- myndum eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Kirkjan aS BuSum var vígð 1. janúar 1851, en endurbyggð að miklu leyti 1908 og á árunum 1949—51. Hún er prýði- lega snotur innan, nýmáluð. Altaristafla hennar er frá 1750, með vængjum, mynd af kvöldmáltíðinni. Af öðrum munum kirkjunnar má t. d. nefna fagran skírnarfont, skorinn út af Bjarna Kjartanssyni, og nýtt harmóníum. Biskup vísiteraði kirkjur Staðastaðarprestakalls 29.—30. júlí, en Ólafsvíkur og Ingjaldshóls 31. júlí. Ölafsvíkurkirkja stendur á algerlega óhæfum stað, þar sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.