Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 7
Nýtt ár í nafni Jesú.
Prédikun í Dómkirkjunni á nýársdag 1960.
Legg yfir liöiö ár
líkn pína, Drottinn hár,
böl þess og banasár,
bros þess og leik sem tár.
Fyrirgef allt, sem er
afgert og brotiö hér,
leys hvem, sem lϚing ber,
leiö þann, sem villtur fer.
Blessa þú byrjaö ár,
bros þess og önn og sár,
vandkvœöi, vonir, þrár.
Vernda oss, Drottinn hár.
Allt lýtur einum þér,
eins þaö, sem var og er.
Áriö, sem er og fer,
eilífö í skauti ber.
Þegar átta dagar voru liðnir og hann skyldi umskera, var
hann látinn heita Jesús, eins og hann var nefndur af englinum,
áður en hann var getinn í móðurlífi. — Lúk. 2,21.
I.
Ár hefur kvatt og annað heilsar, áfangi að baki og nýr fram-
undan. í áfangastöðum æviskeiðsins viljum vér gjarnan staldra
við og skyggnast um, einnig um áramót. En á vegi tímans gilda