Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 28

Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 28
22 KIRKJURITIÐ 18. aldar, lýsir í dagbók sinni einum ævidegi sínum með þessum fjórum leifturmyndum: Klukkan níu að morgni er hann risinn úr rekkju og setztur í stól, þar sem hrágreiðslumaður skrýfir á honum hárið. — Klukkan um tíu stendur hann fyrir framan spegilinn með hatt- inn í hendinni og virðir útlit sitt með velþóknun fyrir sér, áður en hann heldur að heiman til að reika um stræti borgarinnar. —- Klukkan eitt til þrjú situr hann að dýrum krásum með heimsvönu fyrirfólki. — Fimm til átta síðdegis skemmtir hann sér og tveimur ungfrúm á skautum. Þetta virðist svo sem ánægjulegur dagur samkvæmt þeim einkunnarorðum að „jörðin sé himnaríki". En Lavater gerir sjálfur þessa athugasemd: Og þetta kallar maöur aö lifa fyrir eilíföina! Mér finnst hann hafa rétt til að setja við það háðsmerki. — Kristin lífsskoðun birtist aftur á móti í þessu erindi Jónasar Hallgrímssonar: Hvað er langlífi? lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf; margoft tvítugur meira hefur lifað sjötugum segg, er svefnugur hjarði. Það er afskræming kristinnar kenningar — boðskapar meist- arans — að halda því fram, að kristnum mönnum sé meinað að fagna yfir og njóta sannra unaðssemda lífsins á heilbrigðan og eðlilegan hátt. Jesús fagnaði sjálfur yfir geislum sólar, fugl- um og blómum, fór í brúðkaup og naut samfélags vina sinna. En andi og boðskapur sorpritanna — bein afleiðing gjörtæks guðleysis og fullkominnar heimshyggju — mun að mínum dómi hrein viðurstyggð í augum Krists. Það er líka bein uppreisn gegn honum að halda því fram, að jörðin sé upphaf vort og endalok. Að vér eigum þess vegna að binda starf vort við hana eina, og þrá vora við augnablikið. Leita aðeins gæða jarðarinnar og unaðar holds og heims, þótt vér gerum það sem menn, hvað þá sem skepnur.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.