Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 28
22 KIRKJURITIÐ 18. aldar, lýsir í dagbók sinni einum ævidegi sínum með þessum fjórum leifturmyndum: Klukkan níu að morgni er hann risinn úr rekkju og setztur í stól, þar sem hrágreiðslumaður skrýfir á honum hárið. — Klukkan um tíu stendur hann fyrir framan spegilinn með hatt- inn í hendinni og virðir útlit sitt með velþóknun fyrir sér, áður en hann heldur að heiman til að reika um stræti borgarinnar. —- Klukkan eitt til þrjú situr hann að dýrum krásum með heimsvönu fyrirfólki. — Fimm til átta síðdegis skemmtir hann sér og tveimur ungfrúm á skautum. Þetta virðist svo sem ánægjulegur dagur samkvæmt þeim einkunnarorðum að „jörðin sé himnaríki". En Lavater gerir sjálfur þessa athugasemd: Og þetta kallar maöur aö lifa fyrir eilíföina! Mér finnst hann hafa rétt til að setja við það háðsmerki. — Kristin lífsskoðun birtist aftur á móti í þessu erindi Jónasar Hallgrímssonar: Hvað er langlífi? lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf; margoft tvítugur meira hefur lifað sjötugum segg, er svefnugur hjarði. Það er afskræming kristinnar kenningar — boðskapar meist- arans — að halda því fram, að kristnum mönnum sé meinað að fagna yfir og njóta sannra unaðssemda lífsins á heilbrigðan og eðlilegan hátt. Jesús fagnaði sjálfur yfir geislum sólar, fugl- um og blómum, fór í brúðkaup og naut samfélags vina sinna. En andi og boðskapur sorpritanna — bein afleiðing gjörtæks guðleysis og fullkominnar heimshyggju — mun að mínum dómi hrein viðurstyggð í augum Krists. Það er líka bein uppreisn gegn honum að halda því fram, að jörðin sé upphaf vort og endalok. Að vér eigum þess vegna að binda starf vort við hana eina, og þrá vora við augnablikið. Leita aðeins gæða jarðarinnar og unaðar holds og heims, þótt vér gerum það sem menn, hvað þá sem skepnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.