Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ
17
Orsakir ókirkjuleika eða hálfvelgju manna gagnvart sinni
eigin trú eru margar. Sumar eru uppeldislegar, margar sósíalar
og enn eru nokkrar hjá kennimönnunum sjálfum. Hvað hinar
síðast töldu orsakir snertir, þá liggur ekki annað fyrir hjá oss
kennimönnum en að gera sjálfsprófun og yfirbót eftir Guðs
orði. Viljum vér sjálfir ekki gera yfirbót, hvernig getum vér
þá vænzt hennar hjá öðrum?
Hvað hinar sósíölu orsakir snertir, þá ber að rannsáka þœr,
en hins vegar hefur kirkjan ekki bolmagn til að koma í veg
fyrir þær. Tökum t. d. áhrif þess, sem fram er boðið af skemmt-
unum síðari hluta laugardags hér í Reykjavík og nágrenni.
Telji maður saman það eitt, sem auglýst var af opinberum
skemmtunum einn laugardag og einn sunnudag nýlega, þá
reyndust þær vera 92 (kvikmyndasýningar, leiksýningar og
dansskemmtanir). Aðgangur var seldur að þeim öllum og ástæða
til að ætla, að þær hafi verið fjölsóttar, þótt mér sé ókunnugt
um tölu þátttakenda. Auk þess eru margar skemmtanir á þess-
um tíma, sem ekki eru auglýstar þannig. — Mikið af skemmt-
anaefninu er hið venjulega múgsefjandi skemmtiefni, sem nú
tíðkast í hinum vestræna heimi. Og það er þess eðlis, að menn,
sem hafa vanið sig á það, spyrja ekki eftir neinu öðru, hvorki
almennri menningu né kirkjulegri. Menn láta sér nægja það til
sálarfæðu. (Ekki var allt skemmtanaefnið þó af þessari gerð;
undanskildar eru m. a. leiksýningar sumar og örfáar kvik-
myndir.)
Ekki þarf lengur að prédika fyrir mönnum, að það sé nauð-
synlegt að skemmta sér; margir halda, að það sé hið eina
nauðsynlega, auk vinnu fyrir daglegu brauði. Þeir, sem þannig
hugsa — og þeir eru margir — láta sig kirkju og kristindóm
engu skipta. Þeir eru komnir inn í hringiðu múgmennskunnar.
En lágmark þess, sem kirkjunni ber þó að gera fyrir þá, er
að kirkjan sé þeim opin og hafi guðsþjónustu, þegar þeir loks
eru vaknaðir á sunnudögum, en það er á kvöldin. Meðan sú
tilraun er ekki gerð, þá er ennþá mikið eftir.
Hinar uppeldislegu orsakir mætti einnig ræða, en það yrði
hér of langt mál. Hins vegar er samband milli þeirra og ofan-
greindra orsaka. Þeir, sem sjálfir eru þrælar undir múgmennsk-
unni, eru ekki líklegir til að uppala frjálsa menn.
Jóhann Hannesson.