Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 10
4 KIRKJURITIÐ ax, sem hún hirti, skyldi verða gimsteinn. En hún mátti ekki fara yfir akurinn nema einu sinni. Hún lagði af stað. En öxin voru svo smá, fannst henni, hún hélt áfram til þess að finna stærri, til þess að eignast stóra gimsteina. En lengra úti á akrinum voru öxin ekki heldur nógu stór og þannig hélt hún áfram og vissi ekki fyrr en hún var komin yfir um. Þá vildi hún hrifsa nokkur öx í skyndi, en það var um seinan. Hún gekk slypp af akrinum. Þú gengur veginn frá vöggu til grafar aðeins einu sinni og þann veg, sem er þinn, fer enginn annar. Ótíndu öxin þín verða aldrei hirt, ónýttu stundirnar þínar. Fer ekki margur með stundir ævinnar, með lífið, líkt og visna hálmleggi, sem þeytast fyrir hvirfilgustum úr þessari átt eða hinni, eins og enginn sé þess virði að nýtast? Er ekki líf margra eirulaus umsvif, stanzlaust annríki undir hugsjónakjörorði nú- tímans: „batnandi lífskjör“, án þess þeir gefi sér eiginlega nokkru sinni tóm til þess að lifa? Það, sem Einar Benediktsson hugsaði forðum í Fimmtutröð, á víðar við: „Mér fannst þetta líf allt sem uppgerðarasi og erindisleysa með dugnaðarfasi". Sú tímaþröng, sem er almennt einkenni nútímans, öðru nafni hinn margumtalaði hraði vorra tíma, er vart vitni þess, að tím- inn sé dýrmætari að voru mati en fyrri manna, heldur hins, að öxin eru aldrei nógu stór, vér ætlum að grípa fangið fullt, og þetta gapandi fang fyllist ekki af einu og einu litlu axi, þessar gírugu greipar vilja stóru öxin lengra úti, f jær. Og þegar yfir er komið og sá vegur að baki, sem aðeins einu sinni er farinn, verður útkoman kannski ekki óáþekk því, sem segir í hinni snjöllu, nöpru stöku: Ævin er týnd við töf og kák, tækifærin að baki, síðustu leikir í lífsins skák leiknir í tímahraki. Svo mikið er víst, að ef þú hefur ekki tíma fyrir barnið þitt, þá eignast það engan föður, enga móður, og þú ekkert barn, þú tapar því barni, sem var gefið þér. Þar var ax, sem gat orð- ið gimsteinn, en þú sinntir því ekki. Ef þú hefur ekki tíma fyrir heimili þitt, maka þinn, þá skil- urðu við þetta líf án þess að hafa átt heimili eða maka, þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.