Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 21
Vandamál veraldarhyggjunnar. Kirkjan hefur það markmið að ná til þjóðfélagsins í heild, svo að það megi mótast í anda Krists eins langt og mögulegt er. Spyrja má þó, hvort árangurinn hafi ekki orðið öfugur við það, sem æskilegt er, og að þjóðfélaginu takist í mörgum greinum að gera kirkjuna veraldlega — en kirkjunni mistakist að gera þjóðfélagið kirkjulegt — og hinn endanlegi árangur sé bæði veraldlegt þjóðfélag og veraldleg kirkja. Þessi hugsun hvarflar bæði að leikmönnum og prestum eldri kynslóðarinnar. Og hún er ekki uppörvandi fyrir þá, sem berj- ast fyrir því, að kirkjan sé lifandi kirkja, raunveruleg kirkja Krists. Vér munum þá tíð við síðdegismessur hér í Reykjavík, að menn urðu að standa við venjulegar guðsþjónustur — þótt ekkert sérstakt væri um að vera. Menn kunna að hugga sig við það, að almenningur heyri þrátt fyrir allt Guðs orð gegn um útvarpið. En í flestum tilfell- um er það fánýt huggun, vegna þess, að hjá öllum þorra manna er ekki um raunverulega heyrn orðsins að ræða. Oft hefur hrærivél húsmóðurinnar betur en útvarpsmessan; húsbóndinn er að raka sig; unga fólkið er dasað eftir múgskemmtanir laugardagskvöldsins og sefur úr sér þreytuna. — Nokkuð af gömlu fólki, sjúklingum og mönnum, sem búa á einmana stöð- um, hlustar að vísu. En margir af þeim mönnum, sem hlusta á útvarp, gera engan greinarmun á messu og öðru útvarpsefni. — Samkvæmt þeim athugunum, sem ég hef gert varðandi það, sem lifir í minni manna af útvarpsefni, koma messurnar nokk- uð neðarlega á listann. Nokkuð mætti bæta þetta upp með breyttu formi, og hinn óheppilegi tími ræður einnig talsverðu, en þó eiga útvarpsmessur verulegan þátt í þeim ókirkjuleika, sem nú er orðinn almennur. Veraldleikinn segir til sín með því, að menn líta einliliða á réttindi sín í kirkj'unni, en gleyma skyldum sínum, svo sem að lifa lífi sínu eftir Guðs orði og taka þátt í helgihaldi safnaðar- ins. Menn eru meðlimir kirkjunnar, en hugsa og breyta eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.