Kirkjuritið - 01.01.1960, Side 9
KIRKJURITIÐ
3
laga. Hvor er þinn heimur í raun og veru? Er timans heimur
þinn eini? Klukkan gengur eins, hvort sem þú liggur í roti eða
lifir háleita hrifningarstund, árið kemur og hverfur, hvort sem
þú lifir eða deyr. Þú ert næsta skammsýnn, ef þú lifir svo sem
tímans heimur sé þinn eini. Vér höfum allir átt vora innri sögu
og þar, á því sviði, dvelur árið eftir, þótt það sé liðið í aldanna
skaut og komi aldrei aftur til baka á tímans vegi né þú aftur
á vit þess þar. Það kemur samt til baka á því ári, sem nú er
framundan, og ekki aðeins það, árið, sem þú hefur kvatt, lifir
áfram í því ári, sem þú heilsar, minningar þess, bjartar eða
dimmar, reynsla þess, farsæl eða ófarsæl, vaxtarvísar og visn-
unarmerki, þetta vakir allt, lifir allt í huga þínum, hinar liðnu
horfnu stundir eru líka framundan þér, þær líða í veg fyrir
ókomnar stundir og leggja hljóðum fingrum sína þræði í víg-
indi lífsvefsins á komandi tíð.
Tímans vald er mikið, það afl, sem sogar oss áfram, í fang
hulinnar framtíðar. En það eru líka til önnur lög, voldug og
alvöruþung: Vér erum bundnir þeirri fortíð, sem vér höfum
lifað, gengin spor hafa markað oss stefnu, litlu atvikin, við-
brögðin margvíslegu í daganna rás, hafa skapað oss örlög. Það,
sem þú varst í gær, það, sem þú gerðir í fyrra, ræður því,
hvað þú ert í dag. Og það, sem þú ert í dag, ræður mestu um
það, hvaða degi þú heilsar á morgun.
n.
Spekingur nokkur var einu sinni spurður, hvaða tími væri
mikilvægastur í lífi mannsins. Hann svaraði: „Mikilvægasti
tíminn í lífi hvers manns er ævinlega sú stund, sem yfir
stendur."
Oss er of gjarnt að gleyma þessum sannleika. Tíminn, sem
vér mælum, dægur og eyktir og ár, er ekki annað en form, mót.
Vér sköpum innihaldið. Frá því sjónarmiði séð er tíminn sama
og lífið sjálft. Og líðandi andrá er efnið, sem vér höfum í
höndum til þess að fylla málið. Hið liðna er gengið úr greip-
um, hið ókomna er ekki í færi. Eini tíminn, sem þú hefur nokk-
ur umráð yfir, er sá, sem er nú, það er þitt eina vald yfir tím-
anum.
I austurlenzku ævintýri segir frá kóngsdóttur, sem átti að
ganga yfir akur og tína öx og henni var heitið því, að hvert