Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 17
KIRKJURITIÐ 11 Á oss að vera bæði ljúft og skylt að þakka. Ég kynntist Gísla Sveinssyni fyrst á stúdentsárum hans í Kaupmannahöfn, og virtist mér þá hugur hans heldur frá- hverfur kirkjunni. Efnishyggjan hafði snortið hann, Brandesar- stefnan. Hann átti að stríða við þungar efasemdir og gagnrýndi mjög kirkjuna. Einkum var það Þjóðkirkjan, er hann vildi, að hyrfi sem fyrst úr sögunni á landi voru, og var ærið harðorður gegn henni bæði í ræðu og riti. En þar kom, að arfurinn úr foreldrahúsunum — frá prestsheimilinu góða — og lífsreynslan dugðu honum til þess að leggja undirstöðu kristinnar trúar undir æfistarf sitt. Hve góður kirkjumaður hann varð, kom brátt fram i söfn- uði hans í Vík í Mýrdal, þar sem hann var sýslumaður í nær 30 ár. Hann hlúði að kirkju- og safnaðarmálum af óþreytandi áhuga og var þar jafnan í fylkingarbrjósti, er við þurfti. Meðal annars átti hann mikinn hlut að því, að prýðileg kirkja var reist í Vík, og ber hún kirkjulegu starfi hans þar eystra fag- urt vitni. Á Alþingi studdi hann af alefli málefni kristni og kirkju. Hann bar málin fram að eigin frumkvæði eða eftir tilmælum kirkjunnar manna. Var hans þar aldrei á bak að leita, heldur var hann jafnan boðinn og búinn til þess að leggja málum kirkjunnar lið og afla þeim fylgis á Alþingi. Mun enginn að líkindum hafa gjört pað betur vígðra manna né óvígðra, síðan Alþingi var endurreist. En hvert sinn sem þar voru borin fram mál, er hann taldi óheillavænleg kirkjunni, reis hann öndverð- ur gegn þeim og barðist djarflega og drengilega. Honum var það Ijóst, að samstarf presta og leikmanna þyrfti að fara vaxandi. Þessvegna hafði hann mætur á sóknarnefnda- fundunum svo nefndu, sem prestar og sóknarnefndir héldu i Reykjavík stöku sinnum, og tók sjálfur þátt í þeim. Á hinum síðasta þeirra bar hann fram til sigurs tilllögu um það, að al- mennur kirkjufundur fyrir land allt yrði haldinn í Reykjavík eða á Þingvöllum, og sæktu hann prestar og fulltrúar frá söfn- uðum. landsins eða héraðsfundum. Fyrsti almenni kirkjufundurinn var haldinn sumarið 1934, og hafa þessir fundir nú verið háðir í aldarfjórðung og Gísli Sveinsson lengst af verið formaður undirbúningsnefndar þeirra og forseti á fundum og sett á þá mestan svip allra.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.