Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 51

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 51
KIRKJURITIÐ 45 var sem alkunnugt er fyrsti forseti Sálarrannsóknarfélags ís- lands og ritstjóri Morguns á meðan honum entist aldur. Mér finnst tilganig Einars Kvarans með starfi hans í þágu sálarrannsóknanna ekki verða betur lýst en með þessum orðum hans, er hann undir ævilokin gerði grein fyrir afstöðu sinni til bókmenntanna almennt: „Síðan ég fékk nokkura ákveðna lífs- skoðun, hefur hún legið mér í miklu rúmi. Mér hefur fundizt það skipta svo miklu máli að komast til viðurkenningar á því, að við höfum ekki sálir, heldur erum sálir þegar í þessu lífi, °g höfum jarðneskan líkama. Það er afar mikilsvert um þessa líkama okkar. Það er mikilsvert um húsin okkar, að þau séu hlý og björt og þægileg. En úr húsunum eigum við að fara, og það er meira vert um okkur sjálfa. Það er líka meira vert um °kkur sjálfa en um líkamana, sem við eigum að yfirgefa, líkam- ana, sem verða að dufti. Sálirnar, við sjálfir, eiga að lifa og berjast fyrir fullkomnun um eilífðir eftir að hús okkar og lík- amir eru orðin að sama og engu. Þess vegna er mest vert um salir okkar. Ég hef ekki getað stillt mig um að láta þeirrar sannfæringar, þeirrar vissu getið.“ Þegar auk þess, sem hér hefur verið drepið á, það er haft í h^ga, að Einar Kvaran var svo vandlátur og vandvirkur, að honum var „óvandur búningur, svo sem subbuleg íslnezka, þján- lng“, er óhætt að mæla með lestri rita hans við alla. Bréf Matthíasar Jochumssonar til Hamnesar Hafsleins. Krist- Jan Albertsson sá um útgáfuna. — ísafoldarprentsmiðja 1959. Séra Matthías Jochumsson lét kirkjunni eftir svo dýra erfð, ab nafn hans mun ekki fyrnast meðan kristni er í landinu. Þess Vegna hlýtur öllum andlegrar stéttar mönnum að leika hugur á að vita sem bezt deili á honum og kynnast öllu, sem til er frá hendi hans í bundnu og óbundnu máli. En þar að auki var hann ems og goshver alls konar hugmynda og snilliyrða, bæði ver- aldlegra og andlegra, og kemur það hvergi betur fram en í bréf- Um hans, sem að sjálflsögðu eru öll augnabliksverk, þar sem hann því lætur gamminn geysa eins og honum blæs í brjósti og efni standa til hverju sinni. Hin mikla bréfabók séra Matthíasar, Sem Menningarsjóður gaf út fyrir næstum aldarfjórðungi, hef- Ur ótal sinnum verið mörgum stundarléttir. í þessari nýju bók eru hréf, sem þá komu ekki í leitirnar. Það eykur enn gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.