Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 32
Erindi flutt á héraðsfundi Barðastrandarprófastsdæmis á Patreksfirði 5. september 1959. Góðir kirkjunnar menn, prestar og leikmenn. Ég tel mér, sem öðrum fundarmönnum, skylt að leggja orð að þeim málum tveim, sem hér eru til umræðu, húsvitjanir og kirkjusókn. Svo bezt fæst bót á því, er aflaga þykir fara, að um sé rætt í einlægni og heils hugar, þótt vitanlega kunni sitt að sýnast hverjum. Einn telur umbóta þörf annar sér ekkert að. Ég tel svo lítinn eðlismun á þessum málum tveim, að ég mun ræða þau bæði saman. Það skal strax tekið fram, að orð mín munu einkennast af því, að ég er sveitabarn, sem alla ævina hefi verið í næsta nágrenni við sveitaprest. Lífæð góðrar og lifandi kirkjusóknar er að mínu viti náið og lifandi innilegt samband milli sóknarprests og safnaðar. Veigamikill þáttur í því að skapa og viðhalda slíku vinarsam- bandi eru húsvitjanir prestsins. Ekki aðeins hinar fyrirskipuðu manntalsferðir, heldur fræða- og viðræðufundir, sem eiga að vekja og viðhalda gagnkvæmum kynnum, gagnkvæmu trausti, gagnkvæmri virðingu, gagnkvæmri vinsemd. Þá víkur úr vegi það, sem maður segir manni á götum og gatnamótum, eða kona konu yfir kaffibolla um prestinn sinn. Þetta hlýtur þá að rýma fyrir raunverulegri sjálfskynningu, sem tíðir samfundir eiga að skapa og viðhalda. Þá hefir presturinn heldur ekki orðafleipur annarra um það, sem þeir kunna að hafa í fréttum að færa um þetta eða hitt sóknarbarnið, hann styðst þá við eigin kynni, en þau munu jafnan reynast hollari, því að í því efni sem öðrum mun reynast réttara „Að betra er að vita rétt en hyggja rangt“. Þau eiga ekki við um prestinn þessi orð: „Komdu þangað sjaldan, sem þú vilt vera virtur“. Presturinn á að vera kær- kominn á hvert heimili. Ekki sem gestur. Hann á að vera þar fyrsti maður í sorg jafnt sem á gleðistundum. Hann á ávallt og alls staðar að vera hinn kærkomni leiðtogi, sem allir geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.