Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 32

Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 32
Erindi flutt á héraðsfundi Barðastrandarprófastsdæmis á Patreksfirði 5. september 1959. Góðir kirkjunnar menn, prestar og leikmenn. Ég tel mér, sem öðrum fundarmönnum, skylt að leggja orð að þeim málum tveim, sem hér eru til umræðu, húsvitjanir og kirkjusókn. Svo bezt fæst bót á því, er aflaga þykir fara, að um sé rætt í einlægni og heils hugar, þótt vitanlega kunni sitt að sýnast hverjum. Einn telur umbóta þörf annar sér ekkert að. Ég tel svo lítinn eðlismun á þessum málum tveim, að ég mun ræða þau bæði saman. Það skal strax tekið fram, að orð mín munu einkennast af því, að ég er sveitabarn, sem alla ævina hefi verið í næsta nágrenni við sveitaprest. Lífæð góðrar og lifandi kirkjusóknar er að mínu viti náið og lifandi innilegt samband milli sóknarprests og safnaðar. Veigamikill þáttur í því að skapa og viðhalda slíku vinarsam- bandi eru húsvitjanir prestsins. Ekki aðeins hinar fyrirskipuðu manntalsferðir, heldur fræða- og viðræðufundir, sem eiga að vekja og viðhalda gagnkvæmum kynnum, gagnkvæmu trausti, gagnkvæmri virðingu, gagnkvæmri vinsemd. Þá víkur úr vegi það, sem maður segir manni á götum og gatnamótum, eða kona konu yfir kaffibolla um prestinn sinn. Þetta hlýtur þá að rýma fyrir raunverulegri sjálfskynningu, sem tíðir samfundir eiga að skapa og viðhalda. Þá hefir presturinn heldur ekki orðafleipur annarra um það, sem þeir kunna að hafa í fréttum að færa um þetta eða hitt sóknarbarnið, hann styðst þá við eigin kynni, en þau munu jafnan reynast hollari, því að í því efni sem öðrum mun reynast réttara „Að betra er að vita rétt en hyggja rangt“. Þau eiga ekki við um prestinn þessi orð: „Komdu þangað sjaldan, sem þú vilt vera virtur“. Presturinn á að vera kær- kominn á hvert heimili. Ekki sem gestur. Hann á að vera þar fyrsti maður í sorg jafnt sem á gleðistundum. Hann á ávallt og alls staðar að vera hinn kærkomni leiðtogi, sem allir geta

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.