Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 39
KIRKJUMTIÐ 33 — Og nú skal ég segja yður nokkuð. Ég tók fyrst mark á þessu þvaðri ykkar prestanna. Og ég, sem þráði ekkert eins og að sleppa út af þessu hæli, fór inn í kapelluna og bað Guð að láta mig komast þaðan strax. En hann var víst of önnum kaf- inn til að heyra mína líka. — Eða hann hefur verið ákveðinn í að segja nei. — En viljið þér vita, hvað ég gerði þá? Ég bað til kölska ... Presturinn hrökk við. Hann sá, að hún sagði þetta í fullri og beiskri alvöru. — En sá er nú vanur að vilja fá nokkuð fyrir snúð sinn. — Nú, því ekki? — eins og þér? Ég hét honum að fremja níu helgibrot við altarisgöngurnar — ef hann léti mig sleppa af hælinu. Og í hvert sinn, sem ég var til altaris, formælti ég Guði! Og eftir áttunda skiptið — var ég náðuð. — Hvað segið þér um það, prestur minn? Presturinn var gáfaður og lærður maður. En hér var ekki Um neina skynsemisþraut að ræða, að honum fannst. Hann eins °g fann návist hins illa, — það fór um hann hrollur í steikjandi hitanum. — Ég segi, að sá gerði góða verzlun. Þér fenguð það, sem þér kallið frelsi, — en hann ódauðlega sál. En — þér eruð ekki enn glataðar. Guði sé lof ... Jú, — ég geng aldrei á bak orða minna. ' Nei, sál yðar er ekki að fullu glötuð — ekki enn. Hvernig dettur yður í hug að segja slíkt við mig? Jú, þér eruð hérna vegna þess, að þér elskið móður yðar ' þér gerðuð það fyrir hana að fara hingað inn. Sá, sem elsk- ai> er ekki að fullu glataður. Bíðið þér við, — það er hægt að afmá þetta allt eins og illan draum. Það fór sem titringur um hana alla. Hún virtist eiga bágt með að ná andanum. Svo stamaði hún: “7" ^ei> nu er nóg komið. — Ég fer! Þér getíð ekkert gerc fyrir mig! — Verið þér sælir! Biðjið þér! — bað presturinn innilega. Hún sneri þegjandi við honum baki og gekk til dyra. Þér komið aftur! kallaði hann á eftir henni. — 7 kvöld. Presturinn settist á ný í skriftastólinn. Hann var órór og angistarfullur. Hann vissi, að stúlkunni var alvara. Hún taldi ■’Jalf, að hún væri ofurseld hinum illa. — Og hann vissi, að 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.