Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 39

Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 39
KIRKJUMTIÐ 33 — Og nú skal ég segja yður nokkuð. Ég tók fyrst mark á þessu þvaðri ykkar prestanna. Og ég, sem þráði ekkert eins og að sleppa út af þessu hæli, fór inn í kapelluna og bað Guð að láta mig komast þaðan strax. En hann var víst of önnum kaf- inn til að heyra mína líka. — Eða hann hefur verið ákveðinn í að segja nei. — En viljið þér vita, hvað ég gerði þá? Ég bað til kölska ... Presturinn hrökk við. Hann sá, að hún sagði þetta í fullri og beiskri alvöru. — En sá er nú vanur að vilja fá nokkuð fyrir snúð sinn. — Nú, því ekki? — eins og þér? Ég hét honum að fremja níu helgibrot við altarisgöngurnar — ef hann léti mig sleppa af hælinu. Og í hvert sinn, sem ég var til altaris, formælti ég Guði! Og eftir áttunda skiptið — var ég náðuð. — Hvað segið þér um það, prestur minn? Presturinn var gáfaður og lærður maður. En hér var ekki Um neina skynsemisþraut að ræða, að honum fannst. Hann eins °g fann návist hins illa, — það fór um hann hrollur í steikjandi hitanum. — Ég segi, að sá gerði góða verzlun. Þér fenguð það, sem þér kallið frelsi, — en hann ódauðlega sál. En — þér eruð ekki enn glataðar. Guði sé lof ... Jú, — ég geng aldrei á bak orða minna. ' Nei, sál yðar er ekki að fullu glötuð — ekki enn. Hvernig dettur yður í hug að segja slíkt við mig? Jú, þér eruð hérna vegna þess, að þér elskið móður yðar ' þér gerðuð það fyrir hana að fara hingað inn. Sá, sem elsk- ai> er ekki að fullu glataður. Bíðið þér við, — það er hægt að afmá þetta allt eins og illan draum. Það fór sem titringur um hana alla. Hún virtist eiga bágt með að ná andanum. Svo stamaði hún: “7" ^ei> nu er nóg komið. — Ég fer! Þér getíð ekkert gerc fyrir mig! — Verið þér sælir! Biðjið þér! — bað presturinn innilega. Hún sneri þegjandi við honum baki og gekk til dyra. Þér komið aftur! kallaði hann á eftir henni. — 7 kvöld. Presturinn settist á ný í skriftastólinn. Hann var órór og angistarfullur. Hann vissi, að stúlkunni var alvara. Hún taldi ■’Jalf, að hún væri ofurseld hinum illa. — Og hann vissi, að 3

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.