Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 33

Kirkjuritið - 01.01.1960, Qupperneq 33
KIRKJURITIÐ 27 óhræddir rætt sín hugðarefni við og þegið frá andlegt lið, þegar á reynir og sýnist fjúka í skjólin. Þetta getur ekki orðið, ef presturinn kemur ekki til fólksins. Komi presturinn ekki til fólksins, verður það haldið ókunnugleikakennd eða jafnvel ótta og hlýjulausum hugsunum til hans, sem veldur því, að það fer ógjarna á hans fund. Fáleiki myndast milli prests og safnaðar, án gagnkvæmra kynna, án trausts, án vináttu, án virðingar. Kynnin verða helzt þau, sem þessi eða hinn kann að segja um þann eða þá, sem um er rætt hverju sinni, þau verða ósönn. Mér koma í hug ljóðlínur Fornólfs: Mér eru fornu minnin kær meir en sumt hið nýrra, það, sem tíminn þokaði fjær, það er margt hvað dýrra en hitt, sem hjá mér er, hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer. Mér er í barnsminni, er ég var við nám í Sauðlauksdal, að einn af búandmönnum prestakallsins kom þar til prestsins. Eitthvað hafði sjáanlega gengið honum andsælis og hann virt- ist niðurbeygður. Hann sat lengi dags með prestinum, en hvarf svo til síns heimilis, enda var hann einyrki, sem varla gat ver- ið náttlangt að heiman. Hann kvaddi prestinn með þessum orðum: „Þinn ég tíðum þrái fund, þegar hjartað stynur. Þakka þér fyrir þessa stund, þrautabezti vinur.“ Er það ekki einmitt þetta, sem presturinn þarf að vera: Þrauta bezti vinur. Mitt álit er, að prestar eigi að leggja mikið kapp á að bæta °g vinna hugi æskunnar, skapa sér söfnuð úr hópi hennar. Ræða við börnin á heimilunum og foreldrana um áhugamál sín, vekja hugi þeirra og opna fyrir öllu, sem stefnir í rétta att í þessum efnum. »,Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, þegar hann eldist, mun hann ekki af honum beygja“. Mér er það ljóst, að í þessum efnum kann að reynast erfið ganga í fyrstu. Það wá ekki máli skipta. Þetta er, að mínu viti, hlutverk prests- ins. Þetta verður að rækja. Kirkjan er mikils megnug, en því aðeins er hún það, að prestunum takist að láta lýðinn hlýða kalli hennar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.