Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 38

Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 38
32 KIRKJURITIÐ Það, sem ég er að halda fram, í nafni Krists — og samkv. reynslu manna um aldir er þetta: Bænin er tenging við him- ininn — og hún er afltaug, — sem mikinn kraft getur leitt af. — Ég á við þá bæn, sem er beðin af öllu hjarta — og ekki er hespuð af, af vana — heldur ef beðið er og beðið án þess að þreytast — eða örvænta um heyrn og mátt Guðs. 3. Ég ætla að taka þess dæmi — satt dæmi. Sagan gerðist vestur í Chicago fyrir nokkrum árum. Ungur kaþólskur aðstoðarprestur hafði setið lengi í skriftastólnum brennheitan júlídag. Þetta var í einu illræmdasta hverfi borg- arinnar, en þó komu margir til skrifta. Að áliðnum degi, er hlé varð á, gekk prestur fram til kirkjudyra til að viðra sig. Þá fann hann, að kirkjan fylltist ilmi fegurðarmeðala. Honum varð litið út í horn og sá þar unga stúlku. — Verið þér rólegur, prestur sæll, sagði hún hásum rómi, er hún sá, að hann veitti henni athygli. -— Ég er ekki komin í neinum trúarlegum erindum eða til að skrifta. — Til hvers þá? — Ég bara lofaði mömmu gömlu að líta hérna inn og gera bæn mína — hún bíður fyrir utan! — Heyrið þér, barn ... — Þér getið kallað mig Aggie — ég heiti það. — Ó, það er stytting úr Agafía, sem þýðir hin góða. — Æ, nú eruð þér óvart fyndinn, því að ég er versta stúlk- an hérna í borginni! —- Það eruð þér nú ekki. —- Víst er ég það. —- Nei, því að ég veit, hver það er! — Og hver er hún? — Það er sú stúlka, sem heldur að hún sé bezta stúlkan í borginni! Annars gæti ég — bætti presturinn við — ákaflega vel skriftað fyrir yður. — Og hann virti hana rólega fyrir sér frá hvirfli til ilja. — Þér gegnumlýsið mig, sagði hún. — En þér sjáið samt ekki, að ég var að sleppa út af hæli fyrir vandræðastúlkur. Heyrið þér það! — skyrpti hún út úr sér.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.