Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 49
Bœkur. Ásmundur Guömundsson: Frá heimi fagnaðarerindisins. Nýtt safn. — ísafoldarprentsmiðja 1959. Eftir tveggja ára prestsskap vestan hafs og tæpra fjögurra ára á Helgafelli, gaf séra Ásmundur Guðmundsson út prédik- anasafn með þessu sama nafni. Var hann þá aðeins 31 árs að aldri. Því safni var mjög vel tekið, og dáðu margir jafnt orð- færi þess sem efni. Margt hefur drifið á daga höfundar þau fjörutíu ár, sem síðan eru liðin. Hann var skólastjóri í tæpan áratug, guðfræðikennari í 26 ár, og biskup síðan í fimm ár. En sams konar einkenni eru á prédikunum hans og áður, sem sýnir, hve snemma hann var fastmótaður og víða heima. Ann- ars væri hlálegt að fara að lýsa þessum starfsþætti Ásmundar biskups í þessu riti, sem hann hefur stýrt frá upphafi og skrif- að að miklu leyti, m. a. birt í fjölda prédikana sinna. Allt ritið *-)er þess vott, hver hann er og hvað hann hefur að bjóða, — iýsir áhugaeldi hans og tungutaki. Átta síðustu ræðurnar ætla eg að þyki hvað merkastar, þegar stundir líða. Þær eru ekki aðeins haldnar á stórum stundum í lifi biskupsins, heldur þjóðarinnar allrar: Við setningu Alþingis 3-930, Við vígslu Háskólakapellunnar 1940, Við biskupsvígslu 1954, Á Skálholtshátíðinni 1956, Á sjómannadaginn 1959, 17. iání 1959^ Við biskupsvígslu 1959, Við lok prestastefnunnar 1959. Hugsum oss, að vér ættum þvílíkar heimildir frá ævidögum fornra biskupa! Og áður en varir munu komandi kynslóðir Þakka þessar myndir og telja þær dýran fjársjóð. Ég vona, að þessari bók verði tekið að maklegleikum, og að sú ósk og bæn höfundar rætist, að hún beri mönnum „birtu frá boðskap Krists“. Einar H. Kvaran: Mannlýsingar. Almenna bókafélagið 1959. ' Einar H. Kvaran: Eitt veit eg. Sálarrannsóknafélag íslands 1959.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.