Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 42
36 KIRKJURITIÐ Hvert væri svarið, ef dætur vorar eða synir ættu hlut að máli? — Eða erum vér, sem í senn þúsund ár höfum láð heiðnum forfeðrum vorum, að þeir báru út börn sín — sjá, erum vér ekki kristnari en það, að vér látumst hvorki sjá það né heyra, þótt unglingarnir séu teymdir út í það, sem er þeim mörgum sinnum verra •— og foreldrunum miklu harmsárara en dauðinn ? Átti kannske presturinn, sem ég sagði frá —• aðeins að yppta öxlum, er hann leit stúlkuna í kirkjuskotinu — og leiða svo ekki meira að henni hugann? Eða gerði hann ekki rétt, er hann bað henni bjargar? — Varð það ekki til gleði bæði á jörð og himni? — En ég held ekki, að Guð troði neinu í kreppta hnefa -— né bjargi málum þeirra — sem biðja með hendur í skauti. Bæði í eigin lífi og á öðrum sviðum verðum vér að biðja í oröi og verki — ef Guð á að gefa oss sigur. Þess vegna þýðir oss ekki að halda, að oss verði forðað frá ódyggðunum — jafnvel sýkingu þjóðarstofnsins og nýju ófrelsi, ef vér höfumst ekki að. Hitt er svo annað mál, sem sagan sannar líka, að þegar kom- ið er í öngþveiti og á yztu nöf og enginn mannlegur máttur fær rönd við reist — þá getur samt Guð bjargað. Honurn ganga þá tárin til hjarta! 5. Hvolparnir eta þó af molum þeim, sem falla af borðum hús- bænda sinna — sagði kanverska konan — í auðmýkt sinni — og örvæntingu. Hún átti hið sundurkramda hjarta — það átti stúlkan einnig — hin vegvillta og angistarfulla. En kanverska konan átti líka sama bænareldinn og brann í hjarta prestsins — hún bað sem hann af öllu hjarta — og gafst ekki upp. Því barg hún dóttur sinni — og hann stúlkunni. Slíkar bænir orka miklu — hver sem biður þær — já, einnig er vér biðjum þær — verða þær heyrðar, — þessar bænir, sem eru eins og hróp hjartans — í Jesú nafni! Gunnar Ámason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.