Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 42

Kirkjuritið - 01.01.1960, Page 42
36 KIRKJURITIÐ Hvert væri svarið, ef dætur vorar eða synir ættu hlut að máli? — Eða erum vér, sem í senn þúsund ár höfum láð heiðnum forfeðrum vorum, að þeir báru út börn sín — sjá, erum vér ekki kristnari en það, að vér látumst hvorki sjá það né heyra, þótt unglingarnir séu teymdir út í það, sem er þeim mörgum sinnum verra •— og foreldrunum miklu harmsárara en dauðinn ? Átti kannske presturinn, sem ég sagði frá —• aðeins að yppta öxlum, er hann leit stúlkuna í kirkjuskotinu — og leiða svo ekki meira að henni hugann? Eða gerði hann ekki rétt, er hann bað henni bjargar? — Varð það ekki til gleði bæði á jörð og himni? — En ég held ekki, að Guð troði neinu í kreppta hnefa -— né bjargi málum þeirra — sem biðja með hendur í skauti. Bæði í eigin lífi og á öðrum sviðum verðum vér að biðja í oröi og verki — ef Guð á að gefa oss sigur. Þess vegna þýðir oss ekki að halda, að oss verði forðað frá ódyggðunum — jafnvel sýkingu þjóðarstofnsins og nýju ófrelsi, ef vér höfumst ekki að. Hitt er svo annað mál, sem sagan sannar líka, að þegar kom- ið er í öngþveiti og á yztu nöf og enginn mannlegur máttur fær rönd við reist — þá getur samt Guð bjargað. Honurn ganga þá tárin til hjarta! 5. Hvolparnir eta þó af molum þeim, sem falla af borðum hús- bænda sinna — sagði kanverska konan — í auðmýkt sinni — og örvæntingu. Hún átti hið sundurkramda hjarta — það átti stúlkan einnig — hin vegvillta og angistarfulla. En kanverska konan átti líka sama bænareldinn og brann í hjarta prestsins — hún bað sem hann af öllu hjarta — og gafst ekki upp. Því barg hún dóttur sinni — og hann stúlkunni. Slíkar bænir orka miklu — hver sem biður þær — já, einnig er vér biðjum þær — verða þær heyrðar, — þessar bænir, sem eru eins og hróp hjartans — í Jesú nafni! Gunnar Ámason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.