Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 12
6 KIRIÍJURITIÐ leiðbeina vegfarendum, til þess að bjarga þeim, sem kannast við nafn hans. Þú myndir leita uppi þennan vin, þú myndir alls- hugar feginn og glaður taka í útrétta hönd hans, og þótt hann hyrfi þér sýnum eða augu þín gætu ekki greint hann í skugg- sýni völundarhússins, þá myndirðu ekki sleppa augum né huga af nafni hans, því að þú myndir vita, að þú gætir alltaf áttað þig eftir því, já, þú værir í rauninni kominn heim. Þetta er líking, vinur minn. Hvað ert þú í þessari stóru og dularfullu tilveru annað en áttalaust barn í furðulegu völund- arhúsi ? Og hvað gerist svo í dag? Hið stutta guðspjall nýársdagsins bregður upp fyrir augum þér einu nafni: Hann var látinn heita Jesús. Með þessu vill kirkjan þín, Drottinn þinn, segja við þig: Þessu nafni er árið nýja innsiglað og allur tímans vegur. Og meira en það: Þetta nafn afhjúpar leyndarmálið mikla um það, hver tilveran er í innsta grunni, hin stóra, óræða tilvera, hverju hún lýtur, hver hana á, hver þú ert, hvaðan þú barst hingað, og hvert þig ber, ef þú kannast við það vald, sem þetta nafn opinberar og gengst undir það. Því að þetta vald er ofar þeim lögum, sem tíminn lýtur, Jesús Kristur er hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn, í gær og í dag hinn sami og um aldur. Veggurinn framundan þér er brostinn, dauðans kaldi múr, Jesús fór þar inn og sigraði öll ill álög, þar er far eftir bjarg, sem var bylt frá, þegar lífsins og kærleikans sigur- hetja hafði unnið. Og handan er upprisan og lífið. Og þetta vald er ofar þeim mætti, sem fortíðin hefur yfir framtíð þinni og nútíð. Þegar Guð lét boða komu hans, bauð hann og sagði: Þú skalt kalla nafn hans JESÚS, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra. Hann megnar að leysa þann læðing, sem víxlspor og vani hafa á þig lagt. Hann segir: Sjá, ég gjöri alla hluti nýja. Hann á það lykilsvald að þínum innra heimi, sem getur breytt honum í ríki friðar og birtu og kærleiks. Hann kom í fylling tímans, — þess minnumst vér á jólum —, það þýðir: Hann er merking, ráöning allra tíma, og það er fylling tímans á ferli hvers manns, þegar hann kemur, þegar hann verður lausn hjartans og líf þess, því að það er hann, sem opin- berar, hvað lífið gildir, hann sem skapar því gildið, hann, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.