Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 8
2 KIRKJURITIÐ þau umferðarlög, að þar fær enginn að staldra við. Áfram, áfram, segir rödd, sem þeim vegi ræður, og valdi hennar fær ekkert andæft. Áfram heldur þú og ræður engu um hraðann. Hvort sem þér er létt eða þungt um spor, hvort sem þú hefur meðbyr eða mótbyr, hvort sem þú horfir hugmikill og bjart- sýnn fram til einhvers í vændum eða dapur um öxl í söknuði og trega, þá færðu hvorki aukið ferð þína né seinkað henni. Og aldrei snúið aftur. Maðurinn hefur náð miklum völdum, hann hefur sigrazt á fjarlægðum rúmsins, lætur sig jafnvel dreyma um að nema aðra hnetti. En hann kann engin tækniráð til þess að sigrazt á valdi tímans. Það vald er jafnóskert og algert á öld hinnar stóru tækni og þegar mannlegt auga heilsaði degi fyrst, jafn- ósveigjanlegt yfir þeim, sem setja saman geimför og vita allt um kjarnorku og yfir nöktum hottentotta, sem kroppar lirfur upp í sig af mörkinni. Tíminn er samur, þokar öllum áfram eina slóð, og þar fetar fús sem tregur sama mælda takti. Og allra vegur, allrar veraldar vegur, víkur að sama punkt, jafnt nú á öld Kiljans sem Hallgríms, Krústjoffs sem Ágústuss. Oss er jafn óstætt í tímans straumi og foreldrum vorum fyrir 100 þúsund árum. Og þó á hver sinn tíma. Engir tveir lifa líðandi stund að öllu eins, varla neina andrá. Vér rennum sama skeið og tíminn hefur sams konar vald yfir öllum mönnum, vér erum allir jafn léttvægir og valtir í iðusogi hans, en vér lifum hann engir eins. Vér höfum kvatt sama ár og það bjó oss ýmis örlög, sem gengu yfir oss jafnt, yfir smærri og stærri heildir. En hvað hefur þú lifað í því, sem hefur gerzt, og hvað hef ég lifað? Vér höfum heilsað sömu dægrum og mörg almenn atvik söm, og þó er það víst, að ég hef lifað mitt ár og þú þitt, þau eru áreiðanlega ólík, árin okkar, þrátt fyrir sama tal og marga hliðstæða við- burði, ég hef eignazt mina sögu og þú þína. Það myndi koma í Ijós, ef auðið væri að rekja það, eða eitthvað verulegt af því, sem gerzt hefur inni fyrir, þær kenndir og hugðir, sem með oss hafa bærzt, viðbrögð og geðbrigði. Vald tímans er stórt, en veröld mannshugans er líka mikil. Það snertast tveir heimar í hverju tímans barni. Það er aðeins annar, sem markast af því lögmáli, því tiltölulega prósaíska lögmáli, að jörðin snýst. Hinn er annarrar ættar og annarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.