Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 52

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 52
46 KIRKJURITIÐ þeirra, að þau eru til skáldsins og stjórnmálamannsins Hannesar Hafsteins, og ber þar því að vonum margt á góma, sem gaman er að heyra séra Matthías drepa á. Ég gríp hér aðeins eina glefsu rúmsins vegna. Séra Matthías segir um skáldskapinn: „Annars er ómögulegt að yrkja að gagni nema — já, nema hvað? Nema allir genii, allir lífskraftar, allir englar og allur andskotinn gangi og geysi í manni út og inn — eins og örkin hans Nóa — já, nema skáldið sé eins og örkin gamla, byltandisk og berjandisk í brimróti veraldarflóðsins, umfaðmandisk og inni- geymandisk allar skepnur illar og góðar, hreinar og óhreinar, hrafn og dúfu, höggorminn slæga og hundinn trygga, vermandi og varðveitandi með sömu sympathíu allt gegnum hel og hrun til nýrrar sögu og nýrrar framtíðar. Enginn getur heitið skáld t. a. m., sem alltaf yrkir um sjálfan sig; reyndar gjöra það flest skáld fyrst, meðan hjartað er í Paradís, að læra að þekkja skilningstréð og höggorminn, það er sjálft sig og lífsins kalda virkilegleik, og meðan það er meira en fullt af ódáinsarði ást- ar og vináttu. En haldi svo skáldið áfram sinni alveg subjek- tívu lyrik, kemur kuldi, manér, ónáttúra, studier, örverpi. Nátt- úran, sagan, listin, ferðalögin og reynslan —- allt þetta er skálds- ins andi og líf, já, conditio sine qua non; bækur gjöra minna til.“ Margir hafa lýst því, hvað séra Matthías var óútreiknanlegur og ómótstæðilega heillandi, bréf hans sanna það. Þau leiða hann ljóslifandi fyrir sjónir vorar. íslenzk tunga. Tímarit um íslenzka og álmenna málfrœöi. 1. árg. Ritstj. Hreinn Benediktsson. — Bókaútgáfa Menningar- sjóðs og íslenzkra fræða. Vísindarit, sem vafalaust hefur merku hlutverki að gegna og verður fræðimönnum aufúsugestur, en almenningi nokkuð hart undir tönn, að því er mér virðist. Northem Lights. Icelandic jioems. Translated by Jakobína Johnson. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1959. Bókin er ávöxtur og vitnisburður hins íslenzka uppruna frú Jakobínu og jafnframt gjöf hennar og ræktarvottur til fóstur- landsins. Enskar þýðingar á rúmum 50 ljóðum eftir 30 íslenzk skáld. Af kvæðunum má nefna: Þjóðsönginn, Norðurljós Ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.