Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 26
20 IÍIRKJURITIÐ í þriðja lagi kem ég að því atriðinu, sem raunar er fyrst og fremst ástæða þessara hugleiðinga. Mér virðist fjármálunum hafa verið skipað of mikið öndvegisrúm undanfarið. Það er ekki eingöngu, að þau hafi verið talin mál málanna, heldur eru óþarf- lega einhæfar umræður um þau í forystugreinum blaðanna, að ekki sé nú minnzt á þjóðmálafundina. Og er þó sjaldnast harla mikið á þessum greinum né umræðum að græða. Því að oftast eru þær sama tuggan frá ári til árs og meiningin ósjaldan hulin svörtu reykskýi. Ef svo er, að fjármál okkar séu í óstandi, ef ekki óreiðu, og ef sjálfstæði þjóðarinnar er í voða af þeim sökum, þá er það afleidd orsök. Það er þá af því, að sprungur eru í menningar- grundvellinum, þverbrestir í siðgæði voru. Eigingirnin er þá ríkari með oss en umhyggjan fyrir almenningshag. Skammsýni vor háskaleg og fyrirhyggjuleysi vort fyrir velferð niðja vorra óverjandi. Spámenn fyrri alda eru ekki í miklum metum og lærdómar sögunnar ekki mikils virtir. En lögmálum lífsins verðum vér að hlíta, og það verður ekki afsannað, að sagan endurtekur sig að vissu leyti, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það stend- ur í fullu gildi á öllum sviðum, að uppskeran fer meira og minna eftir sáningunni. Og ef vér, sem nú lifum, ölum með oss anda og iðkum stjómmáladeilur að hætti Sturlungaaldar, mun út- koman verða á líkan veg, og niðjar vorir verða að súpa af því seyðið. Leiðtogar kirkjunnar brugðust ýmsir hlutverki sínu á Sturl- ungaöld. Margir þeirra voru of ,,flokksbundnir‘“, of fylgispakir við innlenda höfðingja, enda sjálfir sumir í þeirra hópi og leit- uðu fast veraldlegra metorða. Aðrir voru handbendi útlends valds, sem sótti eftir yfirráðum hérlendis. fslenzk kristni á í dag að vera salt þjóðlífsins, eins og fyrr og síðar. Og víst er oss meðlimum kirkjunnar ærinn vandi á höndum, ekki aðeins hinum vígðu, eins hinum óvígðu. Kristnum mönnum er skylt að meta þjóðarheill meira en flokkshagsmuni, unna hverju góðu máli ekki aðeins sannmælis, heldur og stuðla að sigri þess. Krist- inn andi og markmið eru hverri þjóð og öllum heimi mest til velferðar. Það er vissa vor, sem þarf að sannast sem bezt í verki. Guð gefi, að þetta nýja ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.