Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 53

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 53
KIRKJURITIÐ 47 ars, Skilmála Þ. E., Ég bið að heilsa, — svo sýnt er, að hvorki er valið af verri endanum né ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur. Margt ber til þess, að það er vart fært nema skáldi eins og frú Jakobínu, sem er hið erlenda mál tamast, en íslenzkan þó meðfædd. Þessi bók er góð alþjóðakynning á þeim þætti íslenzkrar menningar, sem einna ágætastur er. Valin sending erlendum vinum. Og þá mun skáldkonunni geisla gleði á brá, ef hún vekur í erlendum brjóstum aðdáun á móðurlandi sínu og vináttu í garð feðraþjóðar sinnar. Þrjú Eddukvœöi. ■— Almenna bókafélagið 1959. Þessi fallega gjafabók geymir: Þrymskviðu, Völundarkviðu °g Völsungakviðu ina fornu, útgefnar af prófessor dr. Sigurði Nordal (með nútíðarstafsetningu). Auk þess formála hans og yfirlit yfir efni kviðanna. Og myndir af einstökum atriðum kvæðanna, gerðum af Jóhanni Briem listmálara. Or. Nordal segir m. a.: „Líklega hefur oltið á ýmsu um það, hvort sumir hinna mestu Eddufræðinga hafa jafnframt rann- sóknum sínum kunnað að lesa kvæðin sér til unaðar og sálu- bótar. En þeir hafa þá tekið út laun sín með öðru móti. Hitt er verra, ef einhverjir molar af þessum lærdómi eða vitneskjan ein um tilveru hans fælir aðra lesendur frá kvæðunum eða villir þeim sýn um það, hvernig og í hvaða skyni megi og helzt eigi að lesa þau. ...“ En þau eru fyrst og fremst skáldskapur, sem Prófessorinn mælir svo um: „í Eddukvæðunum er ekkert lág- iendi. Þar sem þau láta minnst yfir sér eru þau háslétta. Þar sem andagift skáldanna lyftir þeim hæst, ber hvíta tinda þeirra við himin. Aldrei hefur íslenzk tunga að tign og fegurð komizt nær því að vera tungumál guðanna en í frábærustu erindum þessara kvæða.“ Þegar þess er minnzt í tilbót, að myndir Jóhann eru fagrar og minnisstæðar, þarf ekki að efa, að þessi bók verður öllum hærkomin, sem hana hreppa. G.Á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.