Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 35
Af öllu hjarta ... 1. Sagan af kanversku konunni er ein þeirra frásagna N.T., sem sanna, að hér er um sannar og raunverulegar frásagnir að ræða, en ekki tilbúnar helgisagnir. En það er eins og svo ótrúlega marga langi til að halda því fram, að N.T. sé óáreiðanlegt — meira og minna tilbúningur. Ef til vill er það af því, að þeim finnst það gera til þeirra aðr- ar kröíur, bæði um trú og siðgæði, en þeir eru fúsir til að fylgja bæði í orði og verki. Hvað um það. Hér birtast að vissu leyti aðrir drættir í mynd Jesú Krists en oss eru venjulegast hugstæðastir. Oss finnst hann ekki laus við strangleika — það liggur við borð, að hann vísi hinni marg- reyndu og örvæntingarfullu móður frá sér. Samúð vor er fyrst °g fremst með henni —■ eins og sagan er sögð. Hún átti sann- arlega bágt. Dóttir hennar var haldin af þungbærum sjúkdómi. sern engir kunnu tök á að lækna. Enginn getur vegið né metið, hvað hún hefur vafalaust verið búin að líða fyrir hana og ef 111 vill með henni. Tár hennar, andvökur og erfiði! Hvers vegna brást Kristur ekki þegar við henni til hjálparV Hann sá þó á einu augabragði eymd hennar í hendi sér — og hann þurfti ekki annað en segja eitt orð — bjóða, að stúlkan yrði heil — og þá varð hún það. ^ess í stað lætur hann vesalings stúlkuna eins og eiga sig líkt og hann sjái ekki eymd hennar, eða kenni neitt í brjósti um hana. Konan verður að ganga ríkt að honum og sárbiðja hann líknar. Þá fyrst verður hann við bæn hennar. 2. Lífið er fullt af þrautum og mæðu. Þess þarf ekki að taka dæmi — þau eru ajis staðar fyrir augum vorum. En Guð virðist svo oft ekki heyra hjálparköllin — eða vera SV0 seinn til þess að minnsta kosti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.