Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 54

Kirkjuritið - 01.01.1960, Blaðsíða 54
48 KIRKJURITIÐ Iimlcmliir fréttir. AlJcirkjuráGiÖ veitir eins og um nokkur undanfarin ár guðfræði- stúdentum og kandídötum styrki til námsdvalar við háskóla í ýms- um löndum háskólaárið 1960—61. Umsóknareyðublöð og nánari upp- lýsingar eru á skrifstofu biskups, Reykjavík. Umsóknir þurfa að ber- ast i janúar. Viö messu í Garöskirkju í Kelduhverfi 15. sd. e. trin. var skirnar- fontur afhentur kirkjunni að gjöf. Gefandinn var Helgi Hjartarson frá Eyvindarstöðum, sem nú er látinn, en hann hafði lagt svo fyrir, að þetta yrði gert. Skirnarfonturinn er gefinn til minningar um for- eldra hans, Hjört Helgason og konu hans Maríu Björnsdóttur. Skírn- arfonturinn er gerður af Jóhanni Björnssyni frá Húsavík og er hin fegursta smíð, og mun hann hafa verið mjög dýr. Grindavíkurkirkja átti 50 ára afmæli nýlega. Var þess minnzt með hátiðamessu 6. des. Þjónaði biskup íslands að henni ásamt sóknar- prestinum, séra Jóni Árna Sigurðssyni. Mikið fjölmenni var, þrátt fyrir ágætan afladag. Sóknarnefnd bauð öllum kirkjugestum tii kaffisamsætis. Gjafir bárust kirkjunni. Kirkjuvika var á Akureyri í byrjun s. 1. mánaðar Þar veitti séra Sigurður Pálsson á Selfossi fræðslu um kirkjusiði. Aöalfundur Prestafélags SuÖurlancLs var haldinn dagana 8.—9. nóv. s. i. á Selfossi. Fyrri daginn messuðu aðkomuprestar á nálægum kirkjum. Um kvöldið var hátíðaguðsþjónusta og störfuðu að henni nokkrir prestar. Var hún fjölsótt. Á mánudagsmorguninn hófst um- ræðufundur. Aðalmálið var samstarf presta. Framsögumenn séra Garðar Svavarsson og séra Sigurður Pálsson. Engar ályktanir gerðar. Þá fór fram stjórnarkosning og var stjórnin endurkosin, þeir: Séra Sigurður Pálsson, Selfossi, formaður, séra Garðar Svavarsson, Rvík, og séra Sveinn ögmundsson, Kálfholti. 1 fundarlok sátu fundarmenn boð prestshjónanna á Selfossi, og var þar veitt af mikilli rausn. t---------------------------------------------------------- KIRKJVBITIÐ Tímarit gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 60 krónur. Afgreiðslu annast Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavík. Sími 14776. Pientsmiðjan Leiítuz v----------------------------------------------------------/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.