Kirkjuritið - 01.01.1960, Síða 21
Vandamál veraldarhyggjunnar.
Kirkjan hefur það markmið að ná til þjóðfélagsins í heild,
svo að það megi mótast í anda Krists eins langt og mögulegt er.
Spyrja má þó, hvort árangurinn hafi ekki orðið öfugur við það,
sem æskilegt er, og að þjóðfélaginu takist í mörgum greinum
að gera kirkjuna veraldlega — en kirkjunni mistakist að gera
þjóðfélagið kirkjulegt — og hinn endanlegi árangur sé bæði
veraldlegt þjóðfélag og veraldleg kirkja.
Þessi hugsun hvarflar bæði að leikmönnum og prestum eldri
kynslóðarinnar. Og hún er ekki uppörvandi fyrir þá, sem berj-
ast fyrir því, að kirkjan sé lifandi kirkja, raunveruleg kirkja
Krists. Vér munum þá tíð við síðdegismessur hér í Reykjavík,
að menn urðu að standa við venjulegar guðsþjónustur — þótt
ekkert sérstakt væri um að vera.
Menn kunna að hugga sig við það, að almenningur heyri
þrátt fyrir allt Guðs orð gegn um útvarpið. En í flestum tilfell-
um er það fánýt huggun, vegna þess, að hjá öllum þorra manna
er ekki um raunverulega heyrn orðsins að ræða. Oft hefur
hrærivél húsmóðurinnar betur en útvarpsmessan; húsbóndinn
er að raka sig; unga fólkið er dasað eftir múgskemmtanir
laugardagskvöldsins og sefur úr sér þreytuna. — Nokkuð af
gömlu fólki, sjúklingum og mönnum, sem búa á einmana stöð-
um, hlustar að vísu. En margir af þeim mönnum, sem hlusta á
útvarp, gera engan greinarmun á messu og öðru útvarpsefni.
— Samkvæmt þeim athugunum, sem ég hef gert varðandi það,
sem lifir í minni manna af útvarpsefni, koma messurnar nokk-
uð neðarlega á listann. Nokkuð mætti bæta þetta upp með
breyttu formi, og hinn óheppilegi tími ræður einnig talsverðu,
en þó eiga útvarpsmessur verulegan þátt í þeim ókirkjuleika,
sem nú er orðinn almennur.
Veraldleikinn segir til sín með því, að menn líta einliliða á
réttindi sín í kirkj'unni, en gleyma skyldum sínum, svo sem að
lifa lífi sínu eftir Guðs orði og taka þátt í helgihaldi safnaðar-
ins. Menn eru meðlimir kirkjunnar, en hugsa og breyta eins og