Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 12

Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 12
Séra Emil Björnsson: Sögufrægasta mynd ársins (ViStal viS Jón Steffcnsen, prófessor) Marga orSlistarmenn hefur þjóS vor eignazt en þó aSeins einn, Meistara Jón. Fram á þennan dag hefur hann ver- iS ímynd andagiftarinnar í þessu landi, þjóSardýrling- ur, sem skipaS hefur veriS á bekk meS Hallgrími Pét- urssyni, postillu hans viS hliS Passíusálmanna. Fyrir nokkrum árum vissi enginn með vissu, hvar gröf Jóns biskups Yídalín var í Skálliolti, sagði prófessor Jón Steffensen í viðtali sem Vísir átti við hann í rannsóknarstofu lians í Ha- skólanum í morgun, 10. 9. 1962. Legsteinar allmargra Skálholtsbiskupa liöfðu verið teknir af gröfum þeirra áður fyrr, lagðir undir gólfið í litlu kirkjunni i Skálholti, sem var rifin fyrir nokkrum árum og grafir þeirra týndust. En þegar grafið var í grunn Brynjólfsdómkirkju, í sambandi við byggingu nýju kirkjunnar í Skálholti, var komið niður a kistur þeirra meistara Jóns og Sigríðar Jónsdóttur biskupsfru, ar, konu hans, áletraðir skildir á kistulokunum sönnuðu það, svo að ekki var um að villast. Bein margra biskupa Kista biskups var smíðuð með gömlu lagi en kista hiskups- frúarinnar, sem andaðist nokkrum árum seinna, var með öðru lagi, er síðar varð algengt. Þarna voru og grafin upp bein ýmissa fleiri biskupa, svo sem Þórðar Þorlákssonar, Jóns Árnasonar, Finns Jónssonar og Hannesar Finnssonar. Furðu hljótt hefur verið um þennan stórmerka og sögulega uppgröft, svo að heita má að liann hafi farið fram lijá almenningi. Og ekki liafa mvnd-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.