Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 17
Séra GarSar Þorsteinsson: Séra Eiríkur Brynjólísson Séra Eiríkur Brynjólfsson andaðist í Vancouver á Kyrraliafs- strönd 21. októbr s. 1. Eiríkur Sverrir, eins og hann liét fullu nafni, var fæddur 7. september 1903 í Litladal í Svínadal í Húnavatnssýslu. Þar bjuggu þá foreldrar lians, Brynjólfur Gíslason, prests á Reyni- völlum og kona hans Guðný Jónsdóttir, prófasts á Auðkúlu. Eru ættir þeirra beggja hinar merkustu. Eiríkur varð stúdent árið 1923 og kandidat í guðfræði vorið 1927. Næsta vetur var hann við framhaldsnám í Svíþjóð og Þýzkalandi. Var hann ókominn úr þeirri námsför, er hann var kosinn sóknarprestur að Útskálum. Hlaut liann veitingu og var vígður 13. maí 1928. Þegar séra Eiríkur kom lil Útskála, liöfðu úrvals prestar setið þann stað, hver af öðrum, prestar, sem með miklum ágætum höfðu gengt því þríþætta hlutverki, að vera mikilhæfir, andleg- tr leiðtogar, góðir húliöldar og forastumeun í framfaramálum byggð arinnar. Það var því í mikið ráðist fyrir ungan mann og lítt reyndan, að ætla að feta í fótspor slíkra fyrirrennara. En sera Eiríkur reyndist þeim vanda vaxinn. Er liann liafði verið prestur að Útskálum í nokkur ár, sagði sóknarbarn hans við mig eitt sinn: „Prestarnir okkar á Útskálum hafa yfirleitt verið afljurðamenn og svo er enn“. Og þegar litið er yfir 24 ára starfs- þjónustu séra Eiríks á Útskálum, þá veit ég, að sóknarbörn hans eru á einu máli um það, að hann sæti staðinn með sóma, rækti embættisskyldur sínar af virðuleik og kostgæfni, væri búhöldar til fyrirmyndar, og ötull og mikilvirkur forgöngu- niaður og liðsmaður liverju góðu málefni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.