Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 18

Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 18
448 KIRKJURITIÐ Séra Eiríkur Brynjólfsson liafði gott lag á því að flytja öðr- um birtu og lífsgleði, kveikja lifandi áhuga og kveða niður dapurleik og drunga. Á góðvinafundum var liann hrókur alls fagnaðar og prýðilegur forustumaður var hann og leiðbeinandi í heilbrigðu og hollu félagslífi. Hann var liinn ákjósanlegasti leiðtogi æskunnar. Hann var henni einlægur vinur og glögg- skyggn á liugðarefni hennar. Mér er nær að lialda, að honum liafi ekki verið neitt jafn hugleikið í starfi sínu eins og að leiðbeina æskunni og uppfræða liana. Og æskan fann það glöggt, að liún átti í honum traustan og skilningsgóðan vin, sem ætíð kom til rnóts við liana jafn hlýr, hjálpfús og kærleiksrík- ur. Um þella eiga þau ljúfar minningar, fermingarbörnin lians. Við fermingarundirbúning þeirra lagði hann sérstaka rækt, og eftir fermingu þeirra fylgdist liann með ferli þeirra af brennandi áhuga. En svo léttur í lund, sem séra Eiríkur gat verið á góðum stundum, þá var hann undir niðri mikill al- vörumaður. Og það muna margir, hve gott var að eiga Iiann að vini á erfiðum stundum. Fyrir trúarreynslu sína átti liann mest þeirn að miðla, sem höfðu þyngstar byrðarnar að bera. Þeir fundu bezt trúarstyrkinn frá honuin, samúðarríka góðvild lians og hjartahlýju. Séra Eiríkur Brynjólfsson var mikill starfsmaður. Hann rak stórbú að Utskálum, nær óslitið þau 24 ár, sem liann sat staðinn. Hann sléttaði þar allt túnið og jók við það og var öðr- um til fyrirmyndar í öllum búrekstri. En þrátt fyrir það, let Iiann bústörfin aldrei glepja sig við skyldustörf prestsins. —‘ Prestsstörfin áttu hann heilan og óskiptan. Séra Eiríkur fékk lausn frá prestsþjónustu á Utskálum 1- júní 1952. Var liann þá ráðinn prestur íslenzka safnaðarins i Vancouver. Allar fregnir um veru hans þar sýna glöggt, að þar eins og liér, vann liann hugi og hjörtu þeirra, sem liann lielgaði þjónustu sína, en lengi mun það verða minnisstætt, gömlu sóknarbörnunum lians á Suðurnesjum, hvernig hann notaði livert tækifæri til að viðlialda gömlu vináttuböndunum við þá, og livernig hann fylgdist stöðugt með öllu því, sem varðaði þá, af sama brennandi áhuga og góðhug. Séra Eiríkur kvæntist 4. nóv. 1945 Guðrúnu Guðmundsdótt- ur frá Gerðum í Garði, og eru 3 börn þeirra, tveir drengir og ein stúlka. Sem vænta mátti, reyndist hann þeim liinn ástrík-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.