Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 21
KIRKJURITIÐ 45J um úr liungri, er glæpur að kosta ekki því sem unnt er til að sefa það. J esús Kristur liefur bent á einu leiðina, sem fær er til öryggis og farsældar á jörðunni: „Þér eigið að elska liver annan, eins og ég lief elskað yður.“ Enginn öruggur friður verður keyptur með fé né saminn með vopnum. Friður morgunsins og kyrrð kvöldsins í sinni ríkustu mynd eru ímynd þess friðar, sem öllum friði er æðri og sumar manns- sálir öðlast þegar í þessu lífi. Þeir fáu menn hafa oftast sæzt við Guð og menn eftir margs konar raunir og miklar þrenging- ar. Gleðin og góðvildin ganga þeim nú sín til livorrar liandar, og þeir bera með sér frið í liverju spori. ('»11 getum vér átt ofurlítinn þátt í að friða lieiminn. Með bænum vorum. Og vaxandi skilningi, samúð og sáttfýsi í garð allra manna. Jólanóttin eflir þessa þrá, vekur þessa drauma. Þrátt fyrir allt er liún fegursta fyrirheitið um framtíð mannkynsins. GleSileg jól! Rústir, sem hrópa Æðstu menn miðstjórnar Alkirkjuráðsins, þeir: Dr. Frank- lín Clark Fry, New-York, forseti, dr. Ernest A. Payne, Lundún- um, varaformaður og dr. W. A. Visser ’t Hooft, Genf, aðalritari, sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu 23. október, þegar Banda- ríkjamenn liófu aðgerðir sínar vegna eldflaugastöðvanna á Kúbu: — Með tilliti til yfirlýsinga, sem gerðar liafa verið á þingum Alkirkjuráðsins, liafa nefndir og forráðamenn Alkirkjuráðsins all-oft látið í ljós hryggð sína og áhyggjur út af einliliða liern- aðaraðgerðum einhverrar ríkisstjórnar í garð annara stjórna. Forráðamenn Alkirkjuráðsins telja sér þess vegna skylt að láta í ljós liryggð sína og þungar áhyggjur sakir þeirra aðgerða, sem stjórn Bandaríkjanna liefur talið sér nauðsynlegt að grípa til varðandi Kúbu og vonar af alhug að sérliver ríkisstjórn, sem þetta varðar, sýni ítrustu stillingu (restraint) til að forðast frek- ari spennu í alþjóðainálum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.